Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. apríl 2025 12:32 Í gær mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um að hunda- og kattahald verði framvegis ekki háð samþykki annarra eigenda fjölbýlishúsa. Engu að síður geti húsfélag sett reglur um gæludýrahald, enda séu þær eðlilegar, málefnalegar og á jafnræði reistar. Þetta er kærkomið frumvarp fyrir bæði menn og dýr. Nú geta eigendur sammælst um fyrirkomulag gæludýrahalds, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar, en girt er fyrir að slíkar reglur gangi svo langt að þær útiloki í raun gæludýrahald. Allt er vissum takmörkunum háð Í þeim tilfellum sem dýrahald tiltekins eiganda veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði eða truflunum og eigandi dýrs ræður ekki bót þar á er lagt til í því sambandi að leita þurfi samþykkis 2 /3 hluta íbúðareigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, í stað einfalds meiri hluta. Hið sama gildi brjóti eigandi dýrs verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum þrátt fyrir áminningar húsfélags. Eins og vitað er hafa margir sem flutt hafa í fjöleignahús þurft að láta frá sér gæludýrin sín þar sem ekki er leyfi fyrir þeim í húsnæðinu. Harmur sá sem að fólki er kveðinn þegar það er nauðbeygt til að láta frá sér dýrið sitt sem jafnvel hefur verið hluti af fjölskyldunni árum saman er þyngri en tárum tekur. Nú geta margir glaðst t.d. þeir sem hafa þurft að berjast fyrir að fá að hafa gæludýrið sitt í fjöleignarhúsum og þeir sem hafa í hyggju að flytja í fjöleignhús en hafa kviðið því að láta frá sér ástkært gæludýrið sitt, hund eða kött en til þessar tveggja tegunda nær frumvarpið. Samskipti við dýr hafa jákvæð áhrif Öll þekkjum við, ýmist persónulega eða hjá vinum og vandamönnum, hvernig gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt, ekki síst hjá þeim sem eru einmana.Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif af umgengni manna við dýr. Rannsóknir sýna að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan og eykur m.a. sjálfstraust, einbeitingu, athygli sem og minnkar streituviðbrögð. Dýr veita einstaklingnum vinskap, líkamlega snertingu og sýna áhuga og væntumþykju án nokkurra skilyrða. Ást til gæludýrs getur verið djúpstæð. Margir líta á hunda og ketti sem hluta af fjölskyldunni. Sú sorg sem nístir þegar gæludýr fellur frá eða er aðskilið frá eiganda sínum þekkjum við mörg, ef ekki af eigin reynslu þá annarra. Undanfarin misseri hafa þau jákvæðu áhrif sem gæludýr hafa á fólk og samfélag þess orðið sífellt ljósari. Gæludýrahald getur leitt til aukinnar hreyfingar, útiveru og samskipta við annað fólk. Þannig er gæludýraeign almennt talin draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika ásamt því að geta átt þátt í að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi. Félagsskapurinn er ávinningur sem dýrin gefa eigendum sínum og í fjölmörgum tilfellum er hundurinn eða kötturinn eini vinurinn. Tengsl manneskju og hunds geta verið mjög sterk, jafnvel jafnsterk og þau ættu við annað fólk. Hundar gefa eigendum sínum oft hlutverk sem er að hreyfa þá, fara út að ganga með þá. Dýr uppfylla þörf fólks til að annast annan aðila. Dýrin sýna eigendum sínum hlýju, traust án skilyrða. Hlýja, traust og umhyggja fullnægir iðulega þörfum eigenda þeirra fyrir nálægð við aðra. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Gæludýr Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um að hunda- og kattahald verði framvegis ekki háð samþykki annarra eigenda fjölbýlishúsa. Engu að síður geti húsfélag sett reglur um gæludýrahald, enda séu þær eðlilegar, málefnalegar og á jafnræði reistar. Þetta er kærkomið frumvarp fyrir bæði menn og dýr. Nú geta eigendur sammælst um fyrirkomulag gæludýrahalds, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar, en girt er fyrir að slíkar reglur gangi svo langt að þær útiloki í raun gæludýrahald. Allt er vissum takmörkunum háð Í þeim tilfellum sem dýrahald tiltekins eiganda veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði eða truflunum og eigandi dýrs ræður ekki bót þar á er lagt til í því sambandi að leita þurfi samþykkis 2 /3 hluta íbúðareigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, í stað einfalds meiri hluta. Hið sama gildi brjóti eigandi dýrs verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum þrátt fyrir áminningar húsfélags. Eins og vitað er hafa margir sem flutt hafa í fjöleignahús þurft að láta frá sér gæludýrin sín þar sem ekki er leyfi fyrir þeim í húsnæðinu. Harmur sá sem að fólki er kveðinn þegar það er nauðbeygt til að láta frá sér dýrið sitt sem jafnvel hefur verið hluti af fjölskyldunni árum saman er þyngri en tárum tekur. Nú geta margir glaðst t.d. þeir sem hafa þurft að berjast fyrir að fá að hafa gæludýrið sitt í fjöleignarhúsum og þeir sem hafa í hyggju að flytja í fjöleignhús en hafa kviðið því að láta frá sér ástkært gæludýrið sitt, hund eða kött en til þessar tveggja tegunda nær frumvarpið. Samskipti við dýr hafa jákvæð áhrif Öll þekkjum við, ýmist persónulega eða hjá vinum og vandamönnum, hvernig gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt, ekki síst hjá þeim sem eru einmana.Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif af umgengni manna við dýr. Rannsóknir sýna að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan og eykur m.a. sjálfstraust, einbeitingu, athygli sem og minnkar streituviðbrögð. Dýr veita einstaklingnum vinskap, líkamlega snertingu og sýna áhuga og væntumþykju án nokkurra skilyrða. Ást til gæludýrs getur verið djúpstæð. Margir líta á hunda og ketti sem hluta af fjölskyldunni. Sú sorg sem nístir þegar gæludýr fellur frá eða er aðskilið frá eiganda sínum þekkjum við mörg, ef ekki af eigin reynslu þá annarra. Undanfarin misseri hafa þau jákvæðu áhrif sem gæludýr hafa á fólk og samfélag þess orðið sífellt ljósari. Gæludýrahald getur leitt til aukinnar hreyfingar, útiveru og samskipta við annað fólk. Þannig er gæludýraeign almennt talin draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika ásamt því að geta átt þátt í að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi. Félagsskapurinn er ávinningur sem dýrin gefa eigendum sínum og í fjölmörgum tilfellum er hundurinn eða kötturinn eini vinurinn. Tengsl manneskju og hunds geta verið mjög sterk, jafnvel jafnsterk og þau ættu við annað fólk. Hundar gefa eigendum sínum oft hlutverk sem er að hreyfa þá, fara út að ganga með þá. Dýr uppfylla þörf fólks til að annast annan aðila. Dýrin sýna eigendum sínum hlýju, traust án skilyrða. Hlýja, traust og umhyggja fullnægir iðulega þörfum eigenda þeirra fyrir nálægð við aðra. Höfundur er alþingismaður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun