Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2025 11:45 Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun