Innlent

Grind­víkingur ógnaði björgunar­sveitarfólki með skot­vopni

Kjartan Kjartansson skrifar
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum,segir aðeins að maðurinn sem var handtekinn hafi hegðað sér óæskilega. Ríkislögreglustjóraembættið segir að sérsveitin hafi brugðist við þegar maðurinn ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum,segir aðeins að maðurinn sem var handtekinn hafi hegðað sér óæskilega. Ríkislögreglustjóraembættið segir að sérsveitin hafi brugðist við þegar maðurinn ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni. Vísir

Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna mannsins eftir að hann ógnaði björgunarsveitarfólki sem vann að rýmingunni í morgun. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vildi aðeins staðfesta að heimamaður hefði „hagað sér óæskilega“ og hefði verið handtekinn í morgun. Tveir björgunarsveitarmenn hefðu þurft á sálrænum stuðningi að halda eftir atvikið.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitarfólkið hafi upplifað að því hefði verið ógnað. Það hafi fengið áfallahjálp í kjölfarið.

Nokkrir einstaklingar neituðu að yfirgefa Grindavík þegar bærinn var rýmdur klukkan hálf sjö í morgun. Eldgos hófst svo skömmu fyrir klukkan tíu.


Tengdar fréttir

Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu

Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×