Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2025 12:25 Einar Sveinn Jónsson, slökkviðliðsstjóri í Grindavík, ræðir við Kristján Má Unnarsson, fréttamann, í hádegisfréttatíma vegna eldgossins við Grindavík 1. apríl 2025. Vísir Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn rétt utan við Grindavík um klukkan 9:45 í morgun. Bærinn var rýmdur vegna kvikuhlaups um klukkan hálf sjö í morgun. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að sér litist illa á staðsetningu gossins í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Hann hefði þegið að það kæmi upp utan varnargarða norðan við bæinn en gossprunga nær nú rétt inn fyrir hann. Byggðin næst sprungunni stendur fyrir neðan hana og hraun gæti því runnið þangað. „Þannig að hún er í hættu,“ sagði Einar Sveinn. „Ef að svo ólíklega vill til að þetta kemur hérna inn í byggðina þá þurfum við að reyna að hafa einhver áhrif á hraunflæðið. Við ætlum ekki að láta það fara allt út um allt og reyna allt sem við getum til þess að stýra rennslinu í svona ásættanlegan farveg,“ sagði Einar Sveinn. Öll brögð í bókinni yrðu notuð til þess, þar á meðal hraunkælingarbúnaður og jarðvinnuvélar. „Við notum bara allt sem við getum til þess að minnka tjónið eins og við getum“ „Það voru svona örfáir sem ákváðu að fara heima hjá sér en þeir hafa farið í seinni rýmingu sem var þegar byrjaði að gjósa. Við höfum fækkað í bænum eins og við getum,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn rétt utan við Grindavík um klukkan 9:45 í morgun. Bærinn var rýmdur vegna kvikuhlaups um klukkan hálf sjö í morgun. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að sér litist illa á staðsetningu gossins í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Hann hefði þegið að það kæmi upp utan varnargarða norðan við bæinn en gossprunga nær nú rétt inn fyrir hann. Byggðin næst sprungunni stendur fyrir neðan hana og hraun gæti því runnið þangað. „Þannig að hún er í hættu,“ sagði Einar Sveinn. „Ef að svo ólíklega vill til að þetta kemur hérna inn í byggðina þá þurfum við að reyna að hafa einhver áhrif á hraunflæðið. Við ætlum ekki að láta það fara allt út um allt og reyna allt sem við getum til þess að stýra rennslinu í svona ásættanlegan farveg,“ sagði Einar Sveinn. Öll brögð í bókinni yrðu notuð til þess, þar á meðal hraunkælingarbúnaður og jarðvinnuvélar. „Við notum bara allt sem við getum til þess að minnka tjónið eins og við getum“ „Það voru svona örfáir sem ákváðu að fara heima hjá sér en þeir hafa farið í seinni rýmingu sem var þegar byrjaði að gjósa. Við höfum fækkað í bænum eins og við getum,“ sagði slökkviliðsstjórinn.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira