„Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2025 11:01 KR-ingar eru brattir fyrir tímabilið sem framundan er. vísir/diego Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að stuðningsmenn KR geti leyft sér að vera bjartsýnir fyrir komandi tímabil. KR er spáð 4. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Síðasta tímabil var erfitt í Vesturbænum og KR-ingar enduðu í 8. sæti. „Ég held að það sé algjörlega málið og það er svo sannarlega raunin miðað við þá KR-inga sem ég hef hitt á leikjum og bara úti í bæ. Það er það sem KR hefur þurft síðustu ár og maður hefur svolítið saknað úr Vesturbænum. Það er einmitt þessi spenningur og gleði. Þetta hefur allt verið voða neikvætt síðan 2019 og hálfgert vonleysi,“ sagði Baldur. „Árangurinn hefur ekki verið góður og það náði, ég ætla ekki að segja lágpunkti, en þetta var ekki gott tímabil, mjög slæmt tímabil. En þetta lítur allt öðruvísi út í dag. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR) búinn að umbylta liðinu, fá inn uppalda stráka.“ Klippa: 4. sæti KR Baldur er efins um að leikmannahópur KR sé samt nógu sterkur til að liðið geti náð Evrópusæti. „Allir í Vesturbænum eru spenntir og svo á eftir að koma í ljós hvað Óskar nær að gera með þennan hóp því ef maður horfir yfir nöfnin hefur maður alveg séð meiri gæði í einum hópi; það sem þeir hafa sýnt og sannað í Bestu deildinni. Það eru ekki margir af þessum leikmönnum sem hafa gert það. Það er spennandi að sjá hversu hratt Óskar nær að búa til lið. Þeir geta í besta falli náð upp í Evrópusæti en ég er samt ekki einu sinni viss um að þeir verði í Evrópubaráttu þegar kemur í lokin,“ sagði Baldur. KR sækir KA heim í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á sunnudaginn 6. apríl. Besta deild karla KR Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
KR er spáð 4. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Síðasta tímabil var erfitt í Vesturbænum og KR-ingar enduðu í 8. sæti. „Ég held að það sé algjörlega málið og það er svo sannarlega raunin miðað við þá KR-inga sem ég hef hitt á leikjum og bara úti í bæ. Það er það sem KR hefur þurft síðustu ár og maður hefur svolítið saknað úr Vesturbænum. Það er einmitt þessi spenningur og gleði. Þetta hefur allt verið voða neikvætt síðan 2019 og hálfgert vonleysi,“ sagði Baldur. „Árangurinn hefur ekki verið góður og það náði, ég ætla ekki að segja lágpunkti, en þetta var ekki gott tímabil, mjög slæmt tímabil. En þetta lítur allt öðruvísi út í dag. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR) búinn að umbylta liðinu, fá inn uppalda stráka.“ Klippa: 4. sæti KR Baldur er efins um að leikmannahópur KR sé samt nógu sterkur til að liðið geti náð Evrópusæti. „Allir í Vesturbænum eru spenntir og svo á eftir að koma í ljós hvað Óskar nær að gera með þennan hóp því ef maður horfir yfir nöfnin hefur maður alveg séð meiri gæði í einum hópi; það sem þeir hafa sýnt og sannað í Bestu deildinni. Það eru ekki margir af þessum leikmönnum sem hafa gert það. Það er spennandi að sjá hversu hratt Óskar nær að búa til lið. Þeir geta í besta falli náð upp í Evrópusæti en ég er samt ekki einu sinni viss um að þeir verði í Evrópubaráttu þegar kemur í lokin,“ sagði Baldur. KR sækir KA heim í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á sunnudaginn 6. apríl.
Besta deild karla KR Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira