Innlent

Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lugi Mangione er grunaður um að verða , Brian Thompson að bana.
Lugi Mangione er grunaður um að verða , Brian Thompson að bana. Getty

Pam Bondi, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, segir að dómsmálaráðuneytið vestanhafs muni fara fram á að Lugi Mangione, sem er grunaður um að verða forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna að bana, verði dæmdur til dauða verði hann sakfelldur fyrir manndrápið.

Mangione, sem er 26 ára gamall, er grunaður um að hafa setið fyrir forstjóranum, Brian Thompson, fyrir utan hótel í New York í byrjun desember og skotið hann til bana. Í kjölfarið er Mangione talinn hafa komið sér á brott, en hann var ekki handtekinn í Pennsylvaníu fyrr en um viku síðar.

Mangione hefur neitað sök. Hann á þó eftir að taka afstöðu til einhvera ákæruliða.

Bondi segir í tilkynningu að hún hafi sagt saksóknurum að fara fram á Mangione sæti dauðarefsingunni verði hann sakfelldur.

Í tilkynningunni segir að drápið á Thompson hafi verið pólitískt ofbeldisbrot sem hefði hæglega getað komið fleiri einstaklingum í lífshættu.

Ákæruliðirnir á hendur Mangione eru ellefu talsins, bæði fyrir manndráp af yfirlögðu ráði og hryðjuverk.

Hann er einnig ákærður sérstaklega fyrir að beita skotvopni til að fremja morð og fyrir fylgjast með ferðum Thompson milli ríkja. Samkvæmt BBC gera þeir tveir ákæruliðir ákæruvaldinu mögulegt að krefjast dauðarefsingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×