Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2025 16:00 Félaginu er ætlað að stuðla að sjálfbærum almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg tekur þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og leggur til stofnfé að fjárhæð tæpar 380 milljónir króna. Heildarstofnfé félagsins verður einn milljarður króna. Borgarráð samþykkti þetta í morgun og vísaði til staðfestingar borgarstjórnar. Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið. Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið.
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira