Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 15:29 Skjáskot úr myndbandi sem einn bráðaliðanna náði á vettvangi og sýnir hvernig Ísraelsher laug til um að hafa myrt bráðaliðana. AP Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira
Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira