Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:00 Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun