Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:49 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var ekki sáttur við þá Bjarna Guðjónsson og Ólaf Kristjánsson í þætti gærkvöldsins. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum. „Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika. Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
„Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika.
Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira