Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 15:30 Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá kemur enski boltinn heim í sumar og verður á dagskrá hjá Stöð 2 Sport næstu árin. Það verður mikið lagt upp úr góðri og vandaðri dagskrárgerð næstu árin og aðdáendur enska boltans ættu að fá mikið fyrir sinn snúð. Allir leikir í deildinni verða í beinni útsendingu og valdir stórleikir verða síðan með veglegri upphitun og uppgjöri í sjónvarpssal. Á laugardögum mætir Dr. Football sjálfur, Hjörvar Hafliðason, með Doc Zone þar sem fylgst er með öllum leikjum á sama tíma. Hjörvar fær til sín góða gesti og þeir bregðast við öllu fjörinu í rauntíma. Að loknum miðdegisleikjunum verður síðan markaþáttur þar sem farið er yfir allt það helsta svo enginn þurfi að missa af neinu. Eftir síðasta leik á sunnudegi er komið að Sunnudagsmessunni með Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar verður öll helgin gerð upp með sérfræðingum. Enski boltinn er ekki bara á dagskrá um helgar í Besta sætinu því í miðri viku verða tveir nýir þættir. Extra með Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni er á dagskrá á þriðjudagskvöldum. Þar munu þeir félagar fara yfir hlutina á léttu nótunum. Á fimmtudögum verður síðan þátturinn Big Ben með Gumma Ben og Hjamma. Þar verður rætt um allt í fótboltanum en þó með aðaláherslu á enska boltann. Þáttastjórnendur verða Gummi Ben, Kjartan Atli, Kristjana Arnarsdóttir, Rikki G, Stefán Árni og fleiri sem koma að dagskrárgerð á Stöð 2 Sport. Sérfræðingateymið er glæsilegt en það er svona skipað: Arnar Gunnlaugsson, Albert Brynjar Ingason, Kjartan Henry Finnbogason, Lárus Orri Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Ólafur Kristjánsson. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Það verður mikið lagt upp úr góðri og vandaðri dagskrárgerð næstu árin og aðdáendur enska boltans ættu að fá mikið fyrir sinn snúð. Allir leikir í deildinni verða í beinni útsendingu og valdir stórleikir verða síðan með veglegri upphitun og uppgjöri í sjónvarpssal. Á laugardögum mætir Dr. Football sjálfur, Hjörvar Hafliðason, með Doc Zone þar sem fylgst er með öllum leikjum á sama tíma. Hjörvar fær til sín góða gesti og þeir bregðast við öllu fjörinu í rauntíma. Að loknum miðdegisleikjunum verður síðan markaþáttur þar sem farið er yfir allt það helsta svo enginn þurfi að missa af neinu. Eftir síðasta leik á sunnudegi er komið að Sunnudagsmessunni með Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar verður öll helgin gerð upp með sérfræðingum. Enski boltinn er ekki bara á dagskrá um helgar í Besta sætinu því í miðri viku verða tveir nýir þættir. Extra með Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni er á dagskrá á þriðjudagskvöldum. Þar munu þeir félagar fara yfir hlutina á léttu nótunum. Á fimmtudögum verður síðan þátturinn Big Ben með Gumma Ben og Hjamma. Þar verður rætt um allt í fótboltanum en þó með aðaláherslu á enska boltann. Þáttastjórnendur verða Gummi Ben, Kjartan Atli, Kristjana Arnarsdóttir, Rikki G, Stefán Árni og fleiri sem koma að dagskrárgerð á Stöð 2 Sport. Sérfræðingateymið er glæsilegt en það er svona skipað: Arnar Gunnlaugsson, Albert Brynjar Ingason, Kjartan Henry Finnbogason, Lárus Orri Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Ólafur Kristjánsson.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira