Sædís var tekin af velli í fyrri hálfleik í landsleik Íslands og Sviss á þriðjudaginn en virtist vera búin að hrista það af sér í dag.
Á 61. mínútu lagði hún upp mark fyrir Olaug Tvedten sem kom Vålerenga í 2-0. Lyn jafnaði en Karina Saevik skoraði sigurmark Vålerenga á lokamínútunni.
Vålerenga hefur unnið alla þrjá leiki sína í norsku úrvalsdeildinni með markatölunni 10-2.
Sædís kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og varð tvöfaldur meistari með því í fyrra.