Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 12:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Áin Rio Grande markar stóran hluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó en bændur beggja vegna landamæranna reiða sig á vatn úr ánni. Landbúnaður í bæði Mexíkó og Bandaríkjunum hefur aukist verulega á undanförnum árum sem hefur leitt til mun meiri vatnsnotkunar. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi eru yfirvöld í Mexíkó skuldbundin til að tryggja að Bandaríkjamenn fái um einn þriðja þess vatns sem flæðir í ánni en vegna þurrka undanfarin ár er mun minna vatn í Rio Grande. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal hefur lítið vatn flætt úr ánni í áveituskurði í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. Trump skrifaði um ástandið á hans eigin samfélagsmiðil á fimmtudaginn þar sem hann sagði að standi Mexíkó ekki við samninginn og útvegi bændum í Texas það vatn sem þeir eiga rétt á, muni hann grípa til aðgerða. Enn sem komið er benda opinber gögn til þess að Mexíkó hafi ekki afhent þrjátíu prósent af því vatni sem ríkið er skuldbundið til að tryggja Bandaríkjamönnum. Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði á föstudaginn að verið væri að vinna í málinu. Líklegt yrði að ásættanleg lausn myndi finnast á næstu dögum. Guardian hefur eftir henni að bændur í Texas muni fá vatn, í samræmi við það sem vatnsstaðan í Rio Grande leyfi. Þá sagði hún að unnið væri að því að gera landbúnað í Mexíkó skilvirkari varðandi vatnsnotkun. Rio Grande markar stóran hluta landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL GONZALEZ Svipaða sögu er að segja af bændum í Texas, sem hafa snúið sér í meira mæli að afurðum sem þarfnast ekki eins mikils vatns. Þá eru þeir einnig að grafa tjarnir til að halda rigningarvatni eða steypa áveituskurði, svo vatnið sígi ekki í þurra jörðina áður en það nær til akra þeirra. Þessar afurðir sem þarfnast minna vatns eru þó ekki jafn arðbærar en aðrar og hefur það leitt til meiri tapreksturs. Í fyrra var síðustu sykurvinnslu Texas lokað vegna langvarandi vatnsskorts. Forsvarsmenn sykurræktenda er meðal þeirra sem hafa krafist hörku frá Trump. Hann hefur meðal annars lagt til að Trump komi í veg fyrir að vatn úr Coloradoá flæði til Mexíkó. Samkvæmt samkomulagi um þá á er Bandaríkjunum skylt að tryggja flæði vatns þaðan til Mexíkó. Breyting sem gerð var á samkomulaginu árið 2012 tryggir þó að magnið tekur mið af mögulegum þurrkum en það gerir samkomulagið um Rio Grande ekki.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira