Öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik. Souffian El Karouani kom Utrecht yfir á 8. mínútu og níu mínútum síðar jók Yoann Cathline forskotið í 2-0.
Stije Resink minnkaði muninn á 32. mínútu en þremur mínútum fyrir hálfleik kom Sébastien Haller heimamönnum aftur tveimur mörkum yfir.
Brynjólfur byrjaði á bekknum í dag en kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.
Þetta var þriðja tap Groningen í röð en liðið er í 13. sæti deildarinnar með 32 stig.
Brynjólfur hefur leikið 24 leiki í hollensku úrvalsdeildinni í vetur og skorað fjögur mörk.
Kolbeinn Birgir Finnsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Utrecht sem er í 4. sæti deildarinnar.