„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Kári Mímisson skrifar 13. apríl 2025 22:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Viktor Freyr Það var glatt yfir Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir stórkostlegan 4-2 sigur Fram gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks nú í kvöld. „Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti