Enski boltinn

Hálf úr­vals­deildin á eftir Delap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Delap í leik með Ipswich.
Delap í leik með Ipswich. Mike Hewitt/Getty Images

Liam Delap, framherji Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni, er heldur betur eftirsóttur.

The Athletic greinir frá því að meira en helmingur deildarinnar sé á eftir þessum 22 ára framherja sem hefur skorað 12 mörk fyrir nýliða Ipswich sem stefna þó hraðbyr aftur niður í ensku B-deildina.

Chelsea og Manchester United eru liðin sem eru hvað helst orðuð við Delap. Bæði hafa sterka tengingu við leikmanninn. Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, starfaði með Delap þegar þeir voru báðir á mála hjá Manchester City.

Jason Wilcox, tæknilegur ráðgjafi Manchester United, var yfir akademíu Man City þegar liðið sótti þá 16 ára gamlan Delap frá Derby árið 2019.

Delap er ekki aðeins eftirsóttur af liðum á Englandi en Bayern München og AC Milan eru einnig nefnd til sögunnar í grein The Athletic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×