Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna og Ron­aldo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæði Þróttur R. og Fram eru í beinni í dag.
Bæði Þróttur R. og Fram eru í beinni í dag. Vísir/Anton Brink

Það er að venju flott dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum þrusuþriðjudegi.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lögmál leiksins á dagskrá. Þar verður farið yfir fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Klukkan 20.00 eru Bestu mörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir 2. umferð deildarinnar.

Vodafone Sport

Klukkan 17.55 er leikur Damac og Al Nassr í efstu deild fótboltans í Sádi-Arabíu á dagskrá. Cristiano Ronaldo leikur með Al Nassr.

Klukkan 22.30 er leikur Nationals og Orioles í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 17.50 er leikur Fram og FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Besta deildin 2

Klukkan 17.50 er leikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×