Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Siggeir Ævarsson skrifar 23. apríl 2025 19:50 Hulda María Agnarsdóttir og félagar í Njarðvík eru að spila vel. Vísir/Ernir Keflavík tók á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í kvöld en Keflavík hafði harma að hefna eftir að hafa tapað í Njarðvík í síðasta leik. Heimakonur í Keflavík hófu leikinn af miklum krafti en krafturinn var ekki alltaf að skila þeim körfum heldur þvert á móti voru þær að brenna af góðum færum meðan Njarðvíkingar voru yfirvegaðir gegn stífri pressu Keflvíkinga og leiddu eftir fyrsta leikhluta 21-27. Keflvíkingar héldu áfram að spila fast og af miklum ákafa og það fór að loks að skila þeim árangri eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Leikurinn var afar fast leikinn og dómararnir voru ekkert að stressa sig of mikið á því að blása í flauturnar sem hentaði Keflvíkingum sennilega ögn betur í baráttu sinni við hávaxið lið Njarðvíkur. Síðasta karfa hálfleiksins var þristur frá Jasmine Dickey sem þýddi að aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik, staðan 44-45. Harkan hélt áfram í seinni hálfleik en stíf pressuvörn Keflvíkinga útheimti gríðarlega orku og ekki hjálpaði til hvað þær þurftu að djöflast mikið í miðherjum Njarðvíkur en Jasmine Dickey og Sara Rún Hinriksdóttir voru báðar komnar með fjórar villur áður en þriðji leikhluti var á enda. Njarðvík leiddi með fimm stigum á þeim tímapunkti, 54-59. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að taka sigurinn í kvöld en náðu aldrei að brúa bilið fullkomlega. Munaði þar eflaust töluvert um að þær Sara Rún Hinriksdóttir og Jasmine Dickey gátu ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni en þær voru báðar á fjórum villum allan fjórða leikhlutann. Lokakaflinn var gríðarlega spennandi en svo fór að Njarðvíkingar lönduðu þriggja stiga sigri og eru komnar í 2-0 í einvíginu. Tölfræði leiksins Njarðvíkingar töpuðu 24 boltum í kvöld, tvöfalt fleiri en Keflvíkingar. Það á ekki einhvern veginn ekki að ganga upp að lið tapi svona miklu fleiri boltum en andstæðingurinn en vinni samt en það gerðist nú engu að síður í kvöld. Þá stingur það sérstaklega í augun að Brittany Dinkins tapaði tíu boltum í kvöld. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey reyndi hvað hún gat til að draga Keflvíkinga að landi í kvöld, 26 stig og 15 fráköst. Þar af fimm sóknarfráköst og fjórir stolnir boltar í ofan álag. Sara Rún Hinriksdóttir skilaði 18 stigum í hús en Julia Bogumila Niemojewska hefur átt betri kvöld. Eitt stig og tvær stoðsendingar þar á bæ. Hjá Njarðvík voru það turnarnir tveir, Paulina Hersler og Emilie Hesseldal, sem létu mest að sér kveða í sókninni. Hersler skilaði 21 stigi og Hesseldal tólf stigum og 16 fráköstum en hún endaði með 30 framlagspunkta. Brittany Dinkins var ekki góð framan af leik, tapaði mörgum boltum og skoraði lítið en tók góða rispu undir lokin þegar á reyndi. Skammartvenna frá henni í kvöld, 16 stig og tíu tapaðir boltar. Níu fráköst líka svo að hún var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Dómararnir Þetta var grófur leikur og ansi oft sem þeir Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson og Jón Þór Eyþórsson ákváðu að leyfa leiknum frekar að fljóta heldur en að dæma. Sem hefur sína kosti og galla. Njarðvíkingum fannst á sig halla í fyrri hálfleik og Keflvíkingum í þeim seinni en aðeins voru dæmdar þrjár villur á Njarðvíkinga allan seinni hálfleikinn. Staðreynd málsins er þó sú að Njarðvík er með tvo mjög hávaxna leikmenn sem Keflvíkingar eiga mjög erfitt með að stöðva án þess að beita bellibrögðum. Þrjár villur er kannski í það minnsta en þegar lið leikur fast á það til að gerast að villur tínast til. Stemming og umgjörð Fullt hús í Blue-höllinni í kvöld og mikil læti. Njarðvíkingar fjölmenntu í stúkuna og létu vel í sér heyra. Alvöru stemming í Keflavík í kvöld. Viðtöl Einar Árni: „Ég er bara ofsatrúamaður á liðið mitt“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, er ofsatrúamaður að eigin sögnVísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að það hefði fátt komið á óvart í kvöld í leik sem var fast leikinn og hart tekist á. „Bara eins og við var að að búast. Ég er hrikalega stoltur af stelpunum. Þær vissu alveg hvers var að vænta og mættu því virkilega vel.“ Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og Njarðvíkingar náðu aldrei að skapa sér neitt andrými. Einar sagði að það væri þó ekkert mál að stýra liðinu frá hliðarlínunni í slíkri stöðu. „Ég er bara ofsatrúamaður á liðið mitt, það verður bara að segjast alveg eins og er. Þær eru stríðsmenn. Það er bara ofboðslegur vilji, ofboðsleg löngun og það er ofboðsleg trú til staðar í þessu liði. Ég ætla ekki að segja að ég sé pollrólegur, því fer fjarri. En ég bara ber ótrúlega mikil traust til stelpnanna.“ „Auðvitað var þetta ekkert allt saman „smooth“. Við gerðum fullt af villum varnar- og sóknarlega. Við erum víðsfjarri því sem við stöndum fyrir á boltann. Töpum 18 í fyrri hálfleik, 24 í heildina. En lögum það töluvert í síðari hálfleik. Við bara hopuðum aldrei. Það var bara þannig. Við vissum að þær myndu koma og ekkert reyna að dansa á blessaðri línunni heldur bara fara yfir hana. Ég er bara hrikalega ánægður hvernig stelpurnar mættu því og misstu aldrei trú og kláruðu þennan leik sterkt.“ Brittany Dinkins meiddist á hné í síðasta leik Njarðvíkur gegn Stjörnunni og gengur greinilega ekki alveg heil til skógar en Einar sagði að hún myndi ekki láta meiðsli stoppa sig á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Allavega greiningin sem við erum með í höndunum akkúrat núna er skárri heldur en upphaflega. Það kallar bara á það að okkar besti maður, Rabbi Júll, verður að vinna hörðum höndum með henni á milli leikja og við hlífum henni frá því litla „action-i“ sem við förum í á gólfinu. En hún er bara stríðsmaður fyrir allan peninginn og þó hún þurfi að draga annan fótinn á eftir sér þá mun hún gera það þangað til yfir lýkur.“ Einar vildi ekki líta svo á að næsti leikur væri dauðafæri til að klára seríuna. „Ég horfi ekkert á það sem dauðafæri. Við erum að spila við margfalda meistara. Við erum að spila við lið sem er með fimm landsliðsmenn, íslenska landsliðsmenn, pólskan landsliðsmann og geggjaðan Bandaríkjamann. Þannig að við erum að eiga við gríðarlega öflugt lið. Við gleðjumst í kvöld, söfnum orku og undirbúum okkur vel fyrir sunnudaginn. Það er færi á að klára.“ „Við erum komin í 2-0. Það er vissulega færi en það er ekki dauðafæri þegar þú ert að spila við þetta lið. En við fórum inn í þessa úrslitakeppni að okkur líður ofboðslega vel í Icemar. Það var frábær stemming og fólkið virkilega með okkur hér í kvöld en ég kalla náttúrulega bara eftir því að Njarðvíkingar kjaftfylli þetta á sunnudaginn. Nú bara fyllir fólkið kofann og keyrir þetta í gegn með okkur. Sara Rún Hinriksdóttir: „Mér fannst við þessum henda þessum leik frá okkur í dag.“ Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, var líkt og þjálfari sinn ekki ánægð með dómgæsluna í kvöld. Henni fannst Keflvíkingar þó sjálfum sér verstir í kvöld og svekkjandi að ná ekki að kreista fram sigur eftir að hafa eytt gríðarlegri orku í leikinn. „Algjörlega, mjög svekkjandi. Mér fannst við þessum henda þessum leik frá okkur í dag.“ Sara lék fjórða leikhlutann á fjórðum villum miðað við hvað stóð á töflunni en þegar betur er að gáð var hún bara með þrjár villur. Svarið við þessari spurningu, hvort villurnar hefðu haft áhrif á hvernig hún lék vörn í fjórða leikhluta, er því tóm tjara eftir á að hyggja. „Ég vissi ekki að ég væri með fjórar! Skrítið að þetta hafi verið grófur leikur því þær fengu bara þrjár villur á sig í seinni hálfleik sem er galið. Ég hefði viljað fá aðeins fleiri en svona er þetta og við bara höldum áfram.“ Sara er sannfærð um að Keflvíkingar geti sett sömu orku og í kvöld í þrjá leiki enn og unnið þá alla. „Það er bara styrkleiki í okkar liði að við erum með að mínu mati breiðasta hópinn í deildinni og við þurfum bara klárlega að nýta það og ætlum að gera það.“ Hún sagði að nú þýddi ekkert að hugsa um stöðuna í einvíginu heldur bara einbeita sér að næsta leik. „Já, það er bara einn leikur í einu og það er næsti leikur og við tökum hann. Svo er bara leikur eftir það og leikur eftir það. Ég er bara að hugsa núna um næsta leik.“ Hún viðurkenndi að hún væri þó ekki alveg hætt að hugsa um leikinn í kvöld. „Kannski gef mér kvöldið, svo bara áfram gakk á morgun.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflavík tók á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í kvöld en Keflavík hafði harma að hefna eftir að hafa tapað í Njarðvík í síðasta leik. Heimakonur í Keflavík hófu leikinn af miklum krafti en krafturinn var ekki alltaf að skila þeim körfum heldur þvert á móti voru þær að brenna af góðum færum meðan Njarðvíkingar voru yfirvegaðir gegn stífri pressu Keflvíkinga og leiddu eftir fyrsta leikhluta 21-27. Keflvíkingar héldu áfram að spila fast og af miklum ákafa og það fór að loks að skila þeim árangri eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Leikurinn var afar fast leikinn og dómararnir voru ekkert að stressa sig of mikið á því að blása í flauturnar sem hentaði Keflvíkingum sennilega ögn betur í baráttu sinni við hávaxið lið Njarðvíkur. Síðasta karfa hálfleiksins var þristur frá Jasmine Dickey sem þýddi að aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik, staðan 44-45. Harkan hélt áfram í seinni hálfleik en stíf pressuvörn Keflvíkinga útheimti gríðarlega orku og ekki hjálpaði til hvað þær þurftu að djöflast mikið í miðherjum Njarðvíkur en Jasmine Dickey og Sara Rún Hinriksdóttir voru báðar komnar með fjórar villur áður en þriðji leikhluti var á enda. Njarðvík leiddi með fimm stigum á þeim tímapunkti, 54-59. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að taka sigurinn í kvöld en náðu aldrei að brúa bilið fullkomlega. Munaði þar eflaust töluvert um að þær Sara Rún Hinriksdóttir og Jasmine Dickey gátu ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni en þær voru báðar á fjórum villum allan fjórða leikhlutann. Lokakaflinn var gríðarlega spennandi en svo fór að Njarðvíkingar lönduðu þriggja stiga sigri og eru komnar í 2-0 í einvíginu. Tölfræði leiksins Njarðvíkingar töpuðu 24 boltum í kvöld, tvöfalt fleiri en Keflvíkingar. Það á ekki einhvern veginn ekki að ganga upp að lið tapi svona miklu fleiri boltum en andstæðingurinn en vinni samt en það gerðist nú engu að síður í kvöld. Þá stingur það sérstaklega í augun að Brittany Dinkins tapaði tíu boltum í kvöld. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey reyndi hvað hún gat til að draga Keflvíkinga að landi í kvöld, 26 stig og 15 fráköst. Þar af fimm sóknarfráköst og fjórir stolnir boltar í ofan álag. Sara Rún Hinriksdóttir skilaði 18 stigum í hús en Julia Bogumila Niemojewska hefur átt betri kvöld. Eitt stig og tvær stoðsendingar þar á bæ. Hjá Njarðvík voru það turnarnir tveir, Paulina Hersler og Emilie Hesseldal, sem létu mest að sér kveða í sókninni. Hersler skilaði 21 stigi og Hesseldal tólf stigum og 16 fráköstum en hún endaði með 30 framlagspunkta. Brittany Dinkins var ekki góð framan af leik, tapaði mörgum boltum og skoraði lítið en tók góða rispu undir lokin þegar á reyndi. Skammartvenna frá henni í kvöld, 16 stig og tíu tapaðir boltar. Níu fráköst líka svo að hún var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Dómararnir Þetta var grófur leikur og ansi oft sem þeir Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson og Jón Þór Eyþórsson ákváðu að leyfa leiknum frekar að fljóta heldur en að dæma. Sem hefur sína kosti og galla. Njarðvíkingum fannst á sig halla í fyrri hálfleik og Keflvíkingum í þeim seinni en aðeins voru dæmdar þrjár villur á Njarðvíkinga allan seinni hálfleikinn. Staðreynd málsins er þó sú að Njarðvík er með tvo mjög hávaxna leikmenn sem Keflvíkingar eiga mjög erfitt með að stöðva án þess að beita bellibrögðum. Þrjár villur er kannski í það minnsta en þegar lið leikur fast á það til að gerast að villur tínast til. Stemming og umgjörð Fullt hús í Blue-höllinni í kvöld og mikil læti. Njarðvíkingar fjölmenntu í stúkuna og létu vel í sér heyra. Alvöru stemming í Keflavík í kvöld. Viðtöl Einar Árni: „Ég er bara ofsatrúamaður á liðið mitt“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, er ofsatrúamaður að eigin sögnVísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að það hefði fátt komið á óvart í kvöld í leik sem var fast leikinn og hart tekist á. „Bara eins og við var að að búast. Ég er hrikalega stoltur af stelpunum. Þær vissu alveg hvers var að vænta og mættu því virkilega vel.“ Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og Njarðvíkingar náðu aldrei að skapa sér neitt andrými. Einar sagði að það væri þó ekkert mál að stýra liðinu frá hliðarlínunni í slíkri stöðu. „Ég er bara ofsatrúamaður á liðið mitt, það verður bara að segjast alveg eins og er. Þær eru stríðsmenn. Það er bara ofboðslegur vilji, ofboðsleg löngun og það er ofboðsleg trú til staðar í þessu liði. Ég ætla ekki að segja að ég sé pollrólegur, því fer fjarri. En ég bara ber ótrúlega mikil traust til stelpnanna.“ „Auðvitað var þetta ekkert allt saman „smooth“. Við gerðum fullt af villum varnar- og sóknarlega. Við erum víðsfjarri því sem við stöndum fyrir á boltann. Töpum 18 í fyrri hálfleik, 24 í heildina. En lögum það töluvert í síðari hálfleik. Við bara hopuðum aldrei. Það var bara þannig. Við vissum að þær myndu koma og ekkert reyna að dansa á blessaðri línunni heldur bara fara yfir hana. Ég er bara hrikalega ánægður hvernig stelpurnar mættu því og misstu aldrei trú og kláruðu þennan leik sterkt.“ Brittany Dinkins meiddist á hné í síðasta leik Njarðvíkur gegn Stjörnunni og gengur greinilega ekki alveg heil til skógar en Einar sagði að hún myndi ekki láta meiðsli stoppa sig á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Allavega greiningin sem við erum með í höndunum akkúrat núna er skárri heldur en upphaflega. Það kallar bara á það að okkar besti maður, Rabbi Júll, verður að vinna hörðum höndum með henni á milli leikja og við hlífum henni frá því litla „action-i“ sem við förum í á gólfinu. En hún er bara stríðsmaður fyrir allan peninginn og þó hún þurfi að draga annan fótinn á eftir sér þá mun hún gera það þangað til yfir lýkur.“ Einar vildi ekki líta svo á að næsti leikur væri dauðafæri til að klára seríuna. „Ég horfi ekkert á það sem dauðafæri. Við erum að spila við margfalda meistara. Við erum að spila við lið sem er með fimm landsliðsmenn, íslenska landsliðsmenn, pólskan landsliðsmann og geggjaðan Bandaríkjamann. Þannig að við erum að eiga við gríðarlega öflugt lið. Við gleðjumst í kvöld, söfnum orku og undirbúum okkur vel fyrir sunnudaginn. Það er færi á að klára.“ „Við erum komin í 2-0. Það er vissulega færi en það er ekki dauðafæri þegar þú ert að spila við þetta lið. En við fórum inn í þessa úrslitakeppni að okkur líður ofboðslega vel í Icemar. Það var frábær stemming og fólkið virkilega með okkur hér í kvöld en ég kalla náttúrulega bara eftir því að Njarðvíkingar kjaftfylli þetta á sunnudaginn. Nú bara fyllir fólkið kofann og keyrir þetta í gegn með okkur. Sara Rún Hinriksdóttir: „Mér fannst við þessum henda þessum leik frá okkur í dag.“ Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, var líkt og þjálfari sinn ekki ánægð með dómgæsluna í kvöld. Henni fannst Keflvíkingar þó sjálfum sér verstir í kvöld og svekkjandi að ná ekki að kreista fram sigur eftir að hafa eytt gríðarlegri orku í leikinn. „Algjörlega, mjög svekkjandi. Mér fannst við þessum henda þessum leik frá okkur í dag.“ Sara lék fjórða leikhlutann á fjórðum villum miðað við hvað stóð á töflunni en þegar betur er að gáð var hún bara með þrjár villur. Svarið við þessari spurningu, hvort villurnar hefðu haft áhrif á hvernig hún lék vörn í fjórða leikhluta, er því tóm tjara eftir á að hyggja. „Ég vissi ekki að ég væri með fjórar! Skrítið að þetta hafi verið grófur leikur því þær fengu bara þrjár villur á sig í seinni hálfleik sem er galið. Ég hefði viljað fá aðeins fleiri en svona er þetta og við bara höldum áfram.“ Sara er sannfærð um að Keflvíkingar geti sett sömu orku og í kvöld í þrjá leiki enn og unnið þá alla. „Það er bara styrkleiki í okkar liði að við erum með að mínu mati breiðasta hópinn í deildinni og við þurfum bara klárlega að nýta það og ætlum að gera það.“ Hún sagði að nú þýddi ekkert að hugsa um stöðuna í einvíginu heldur bara einbeita sér að næsta leik. „Já, það er bara einn leikur í einu og það er næsti leikur og við tökum hann. Svo er bara leikur eftir það og leikur eftir það. Ég er bara að hugsa núna um næsta leik.“ Hún viðurkenndi að hún væri þó ekki alveg hætt að hugsa um leikinn í kvöld. „Kannski gef mér kvöldið, svo bara áfram gakk á morgun.“