Erlent

Bein út­sending: Út­för Frans Páfa

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frans páfi verður borin til grafar í Maríukirkjunni í Róm.
Frans páfi verður borin til grafar í Maríukirkjunni í Róm. EPA

Frans páfi verður borinn til hinstu hvílu í dag. Athöfnin hefst klukkan átta að íslenskum tíma, en hún fer fram á Péturstorgi í Páfagarði og verður í beinni útsendingu.

Dagskrá útfararinnar var birt í gær og er hún ekki nema 87 blaðsíður. Textinn er á latínu, ensku og ítölsku.

Fjölmargir þjóðarleiðtogar og ráðamenn verða viðstaddir útförina. Þar á meðal er Donald Trump Banadaríkjaforseti, Volodomír Selenskí Úkraínuforseti, Javier Milei forseti Argentínu, og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands.

Frá Íslandi verða þrír fulltrúar, Halla Tómasdóttir forseti, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Sviss og Páfagarði.

Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram.

Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður í Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans, en margir páfar eru jarðaðir í grafhýsum Vatíkansins fyrir neðan Péturskirkju.

Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×