Erlent

Spennan eykst milli Ind­lands og Pakistan

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fólk frá Indlandi kom saman til að minnast fórnarlamba árásarinnar.
Fólk frá Indlandi kom saman til að minnast fórnarlamba árásarinnar. EPA

Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað.

Árásin átti sér stað í síðustu viku á vinsælum ferðamannastað í Kashmír héraðinu á yfirráðasvæði Indlands. Flest fórnarlömbin voru indversk en sögðu sjónarvottar að íslömsku vígamennirnir hefðu markvisst ráðist á karlmenn af Hindúatrú. Árásarmennirnir fjórir hafi látið karlmennina fara með íslömsk vers og tóku af lífi þá sem gátu það ekki.

Hópurinn Kashmír mótspyrnan tók ábyrgð á árásinni en indversk stjórnvöld grunar að tengsl séu á milli hópsins og Lashkar-e-Taiba, hryðjuverkahóps sem kemur frá Pakistan. 

Ekki hafa jafn margir látist í skotárás í Kashmír héraðinu í tvo áratugi. Þá hafa ekki jafn margir látist í skotárás á Indlandi síðan árið 2008.

Árásin olli hörðum viðbrögðum meðal Indverja sem lokuðu landamærunum á milli Indlands og Pakistan. Auk þess frystu þeir samning við Pakistan um að deila vatni en um áttatíu prósent af vatninu notað í landbúnað í Pakistan kemur frá Indlandi. Einnig hafa pakistanskir diplómatar verið sendir úr landi.

Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að indversk stjórnvöld ætluðu að fresta samningnum um að deila vatni þar til yfirvöld í Pakistan afneiti og sverji af sér stuðning við framkvæmd hryðjuverka milli landamæra.

Indland og Pakistan hafa háð stríð fjórum sinnum síðan árið 1947, tvö af þeim stríðum voru vegna Kashmír héraðsins sem er alveg við Himanlaya fjöllin. Bæði Indland og Pakistan segjast vera með yfirráð yfir héraðinu en í raun eru bæði löndin með yfirráð á hluta af svæðinu auk Kína. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×