Handbolti

Góður leikur Þor­steins Leó dugði ekki í Frakk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Leó hefur spilað vel með Porto á leiktíðinni.
Þorsteinn Leó hefur spilað vel með Porto á leiktíðinni. Vísir/Anton Brink

Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto eru úr leik í Evrópudeild karla í handbolta eftir tap gegn Montpellier. Á sama tíma flaug Elvar Örn Jónsson inn í undanúrslitin með Melsungen.

Montpellier vann Porto í Portúgal með eins marks mun og því var ljóst að Þorsteinn Leó og Portúgalarnir þyrftu að lágmarki tveggja marka sigur í kvöld. Hann kom hins vegar ekki þar sem franska félagið vann þriggja marka sigur, lokatölur 35-32. Dagur Gautason komst ekki á blað hjá Montpellier.

Eftir nauman eins marks sigur í Þýskalandi sýndi Melsungen hvað í sér býr þegar liðið sótti CD Bidasoa heim í kvöld, lokatölur 22-32. Elvar Örn skoraði fjögur mörk í leiknum.

Montpellier og Melsungen komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar ásamt þýsku liðunum Kiel og Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×