„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2025 11:02 Jeremy Pargo hrósaði DeAndre Kane í hástert eftir endurkomusigur Grindavíkur á Stjörnunni í gær. vísir/guðmundur þórlaugarson Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær. Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13