Körfubolti

Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásig­komu­lagi“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Redick og Luka.
Redick og Luka. Robert Gauthier/Getty Images

JJ Redick þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur sagt að sínir menn þurfi að vera í betra ásigkomulagi til að geta farið alla leið í baráttunni um meistaratitilinn. Lakers féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Lakers, sem endaði í 3. sæti Vesturdeildar, féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með aðeins einn sigur í fimm leikjum gegn Minnesota Timberwolves, sem endaði í 6. sæti.

Það var búist við meiru af Lakers þó liðið væri án alvöru miðherja en þríeykið Luka Doncić, LeBron James og Austin Reaves mátti síns lítils gegn Anthony Edwards, Julius Randle, Rudy Gobert og alla hinna úlfanna.

Þá vakti mikla athygli að Redick spilaði sömu fimm leikmönnunum allan síðari hálfleikinn í leik fjögur sem Lakers tapaði í blálokin.

Nú hefur Redick, sem var á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í deildinni, hreinlega sagt að liðið þurfi að vera í betra formi.

„Við þurfum að komast í meistara ásigkomulag,“ sagði Redick að seríunni lokinni. Hann sagði að nokkrir leikmenn væru í frábæru ásigkomulagi á meðan aðrir hefðu mátt vera í betra formi. Sem heild þyrfti liðið líka að vera í betra formi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×