Körfubolti

Annað skiptið í röð sem leik­maður San Antonio er valinn ný­liði ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephon Castle var valinn nýliði ársins með yfirburðum.
Stephon Castle var valinn nýliði ársins með yfirburðum. getty/Justin Ford

Stephon Castle, leikmaður San Antonio Spurs, var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta.

Þetta er annað árið í röð sem leikmaður San Antonio fær þessi verðlaun. Á síðasta tímabili var Victor Wembanyama valinn nýliði ársins.

Castle fékk 482 stig í kjörinu á nýliða ársins. Af þeim hundrað sem höfðu atkvæðisrétt settu 92 hann í efsta sætið. Zaccharie Risacher hjá Atlanta Hawks varð annar í kjörinu með 245 stig og Jaylen Wells, leikmaður Memphis Grizzlies, þriðji með 123 stig.

Í vetur var Castle með 14,7 stig, 3,7 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann spilaði áttatíu af 82 leikjum San Antonio sem endaði í 13. sæti Vesturdeildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina.

Castle er fjórði leikmaður San Antonio sem er valinn nýliði ársins. Áður höfðu David Robinson, Tim Duncan og Wembanyama fengið verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×