Lífið

Stærsti sinueldur Ís­lands­sögunnar í myndum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mýraeldar loguðu í þrjá daga frá morgni 30. mars 2006. Alls brunnu um 67 ferkílómetrar lands.
Mýraeldar loguðu í þrjá daga frá morgni 30. mars 2006. Alls brunnu um 67 ferkílómetrar lands. Vísir/RAX

Þann 30. mars árið 2006 kviknaði sinueldur við þjóðveg 54, norðvestan við Borgarnes, en þessi sinueldur átti eftir að verða sá stærsti í Íslandssögunni.

Veðurfar í aðdraganda eldsins hafði verið mjög þurrt og kalt og eldurinn breiddist út um Hraunhrepp á Mýrum á ógnarhraða. 

Margir bæir voru í mikilli hættu að verða eldinum að bráð og í tveimur tilvikum munaði aðeins nokkrum metrum að eldurinn næði að húsum. Eldar loguðu um allan hreppinn og alls brunnu um 67 ferkílómetrar lands. RAX flaug á staðinn og myndaði eldana sem geysuðu í þrjá sólarhringa.

Umfang eldanna var svo mikið að þeir sáust til Akraness og höfðu gríðarleg áhrif á lífríki svæðisins sem var eitt stærsta samfellda mýrlendi á landinu. 

Íbúar á svæðinu unnu þrekvirki í að stöðva útbreiðslu eldanna og bjarga mannvirkjum með hjálp brunavarna Borgarbyggðar, slökkviliðs frá nærliggjandi sveitarfélögum og þyrlu frá Þyrluþjónustunni. Að undanskildum girðingum urðu engar skemmdir á mannvirkjum þó eldurinn hafi komist ansi nálægt nokkrum bæjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.