Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. maí 2025 13:03 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, gerir ráð fyrir annarri kosningu til kanslara Þýskalands á næstu dögum eða innan tveggja vikna eins og stjórnarskráin leyfir. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira