Kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu sér í dag nýjan páfa, þann 267. talsins, á öðrum degi páfakjörs. Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost varð fyrir valinu og valdi sér páfanafnið Leó. Hann er fjórtándi páfinn til að kjósa sér það nafn, og mun því ganga undir nafninu Leó fjórtándi. Leó er 69 ára gamall og er fyrsti bandaríski páfinn og jafnframt fyrsti páfinn sem kennir sig við reglu heilags Ágústínusar. Hann hefur starfað fyrir kirkjuna víða um heim. Hann var lengi vel trúboði í Suður Ameríku, lengst af í Perú, en hann er líka með perúskt ríkisfang. Í síðasta starfi Leós var hann yfir stofnun í Páfagarði sem sér um tilnefningar biskupa. Búist er við því að Leó muni halda áfram á stefnu Frans páfa, sem þótti ansi frjálslyndur. Nafn Prevost var ekki mjög áberandi í umræðunni fyrir páfakjörið, en þó eitthvað. „Það eru til gömul ítölsk spakmæli sem segja: Ci intra papá di conclave ne risorte cardinale. Það þýðir að sá sem fer í páfakjör sem páfaefni gengur út sem kardináli. Þeir sem eru oft taldir sigurstranglegir eru ekki kjörnir,“ sagði Séra Jürgen Jamin á Akureyri við fréttastofu í gær, og virðast þau orð eiga vel við um kjör Leós. Ævi og störf Leó fæddist í Chicago-borg í Illinois-ríki Bandaríkjanna þann 14. september 1955. Faðir hans var af frönskum og ítölskum uppruna, en móðir hans af spænskum. Athygli vakti þegar hann ávarpaði fjöldann frá svölum Péturskirkju fyrr í dag, að Leó talaði bæði á ítölsku og spænsku. „Friður sé með yður“ sagði Leó í ávarpi sínu til heimsbyggðarinnar.EPA Árið 1977 útskrifaðist hann með bachelor-gráðu í stærðfræði frá Villanova-háskólanum í Pennsylvaníu-ríki, en þar lagði hann einnig nám á heimspeki. Í kringum útskriftina virðist hann þó hafa ákveðið að taka stefnuna frekar að trúmálum, en þetta sama ár gekk hann í söfnuð heilags Ágústínusar í Saint Louis, sem var með starf í Chicago. Hann lagði í kjölfarið nám á guðfræði í kaþólskum skóla í Chicago. Þegar hann var 27 ára að aldri var hann sendur til Rómar að læra kirkjurétt í Angelicum-háskólanum. Árið 1982 var hann vígður til prests í Róm. Leó fór fyrst til Perú árið 1984, þegar hann var að vinna að doktorsritgerð sinni. Hann varði ritgerð sína þremur árum seinna og var í kjölfarið skipaður yfir starfi safnaðarins í Illinois. Hann sneri þó fljótlega aftur til Perú, og starfaði þar í landi frá 1988 til 1999. Svo sneri hann aftur til Bandaríkjanna, en fór aftur til Perú árið 2013, en þar var hann til 2023 og gegndi tveimur stöðum biskups. Frans páfi fékk hann til Rómar árið 2023. Þar gegndi hann sínu síðasta starfi fyrir páfakjörið, en þar var hann hjá stofnun sem sér um tilnefningar biskupa. Um leið hlaut hann titil erkibiskups. Í því starfi vann hann með páfanum að koma þremur konum í nefndina sem kveður um hvaða biskupstilnefningar eru sendar til páfans. Það embættisverk Frans páfa þótti sögulegt. Frans páfi gerði Leó að kardínála í byrjun árs í fyrra. Hann hefur því einungis verið kardínáli í rúmt ár. Frans gerði Leó að kardínála í fyrra.EPA Bandarískur páfi? Lengi hefur verið talað um að kardínálarnir myndu aldrei velja bandarískan páfa, en nú hefur það gerst. Sérfræðingar í málefnum kirkjunnar velta því nú fyrir sér hvort það hafi spilað inn í hversu lengi Leó hafi starfað í Perú, með því starfi hafi hann gert sig að alþjóðlegum kandídat frekar en amerískum. Ekki lítill prins uppi í kastala Líkt og áður segir er talið að Leó muni halda áfram á stefnu Frans páfa, sérstaklega með því að einbeita sér að málefnum fátækra og umhverfismálum. „Biskup á ekki að vera lítill prins sem situr uppi í konungsríki sínu,“ sagði hann við vefsíðu Páfagarðs í fyrra. Hann studdi Frans jafnframt í þeirri baráttu að leyfa fráskildum og tvígiftum kaþólikkum að taka þátt í altarisgöngu, sem hefur verið mikið þrætuepli innan kirkjunnar. Frans þótti styðja vel við baráttu samkynhneigðra innan kirkjunnar þegar hann leyfði prestum að blessa samkynja pör. Leó studdi þá gjörð páfans, en þótti ekki gera það með afgerandi hætti. Donald Trump Bandaríkjaforseti var ekki lengi að óska nýjum páfa til hamingju með kjörið og sagði í færslu á Truth Social að hann hlakki til að hitta hann. Þess má geta að Leó hefur reglulega gagnrýnt Trump og ríkisstjórn hans. Á dögunum setti hann út á að bandarískur ríkisborgari hefði verið sendur í fangelsi til El Salvador. Og þá hefur hann deilt grein á samfélagsmiðlum þar sem JD Vance, varaforseti Trump, var gagnrýndur harðlega. Hvers vegna „Leó“? Páfar eru ekki skyldugir til að taka sér sérstakt páfanafn, en það hefur þó gerst án undantekninga síðustu 470 ár. Leó þrettándi var páfi frá 1878 til dauðadags 1903.Getty Gjarnan velja þeir sér nöfn forvera sinna í starfi, og var Frans páfi undantekning þar á. Með valinu á nafni þykir nýr páfi gefa til kynna í hvaða fótspor hann ætlar að feta. Robert Francis Prevost valdi nafnið Leó, sem er fimmta vinsælasta páfanafnið. Síðasti páfinn til að bera það nafn var Leó þrettándi, sem var páfi kaþólsku kirkjunnar frá 1878 til 1903. Hann þótti leiðandi afl í því að fá kirkjuna til að berjast fyrir ýmsum réttlætis- og jafnréttismálum. Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Páfagarður Bandaríkin Trúmál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent
Leó er 69 ára gamall og er fyrsti bandaríski páfinn og jafnframt fyrsti páfinn sem kennir sig við reglu heilags Ágústínusar. Hann hefur starfað fyrir kirkjuna víða um heim. Hann var lengi vel trúboði í Suður Ameríku, lengst af í Perú, en hann er líka með perúskt ríkisfang. Í síðasta starfi Leós var hann yfir stofnun í Páfagarði sem sér um tilnefningar biskupa. Búist er við því að Leó muni halda áfram á stefnu Frans páfa, sem þótti ansi frjálslyndur. Nafn Prevost var ekki mjög áberandi í umræðunni fyrir páfakjörið, en þó eitthvað. „Það eru til gömul ítölsk spakmæli sem segja: Ci intra papá di conclave ne risorte cardinale. Það þýðir að sá sem fer í páfakjör sem páfaefni gengur út sem kardináli. Þeir sem eru oft taldir sigurstranglegir eru ekki kjörnir,“ sagði Séra Jürgen Jamin á Akureyri við fréttastofu í gær, og virðast þau orð eiga vel við um kjör Leós. Ævi og störf Leó fæddist í Chicago-borg í Illinois-ríki Bandaríkjanna þann 14. september 1955. Faðir hans var af frönskum og ítölskum uppruna, en móðir hans af spænskum. Athygli vakti þegar hann ávarpaði fjöldann frá svölum Péturskirkju fyrr í dag, að Leó talaði bæði á ítölsku og spænsku. „Friður sé með yður“ sagði Leó í ávarpi sínu til heimsbyggðarinnar.EPA Árið 1977 útskrifaðist hann með bachelor-gráðu í stærðfræði frá Villanova-háskólanum í Pennsylvaníu-ríki, en þar lagði hann einnig nám á heimspeki. Í kringum útskriftina virðist hann þó hafa ákveðið að taka stefnuna frekar að trúmálum, en þetta sama ár gekk hann í söfnuð heilags Ágústínusar í Saint Louis, sem var með starf í Chicago. Hann lagði í kjölfarið nám á guðfræði í kaþólskum skóla í Chicago. Þegar hann var 27 ára að aldri var hann sendur til Rómar að læra kirkjurétt í Angelicum-háskólanum. Árið 1982 var hann vígður til prests í Róm. Leó fór fyrst til Perú árið 1984, þegar hann var að vinna að doktorsritgerð sinni. Hann varði ritgerð sína þremur árum seinna og var í kjölfarið skipaður yfir starfi safnaðarins í Illinois. Hann sneri þó fljótlega aftur til Perú, og starfaði þar í landi frá 1988 til 1999. Svo sneri hann aftur til Bandaríkjanna, en fór aftur til Perú árið 2013, en þar var hann til 2023 og gegndi tveimur stöðum biskups. Frans páfi fékk hann til Rómar árið 2023. Þar gegndi hann sínu síðasta starfi fyrir páfakjörið, en þar var hann hjá stofnun sem sér um tilnefningar biskupa. Um leið hlaut hann titil erkibiskups. Í því starfi vann hann með páfanum að koma þremur konum í nefndina sem kveður um hvaða biskupstilnefningar eru sendar til páfans. Það embættisverk Frans páfa þótti sögulegt. Frans páfi gerði Leó að kardínála í byrjun árs í fyrra. Hann hefur því einungis verið kardínáli í rúmt ár. Frans gerði Leó að kardínála í fyrra.EPA Bandarískur páfi? Lengi hefur verið talað um að kardínálarnir myndu aldrei velja bandarískan páfa, en nú hefur það gerst. Sérfræðingar í málefnum kirkjunnar velta því nú fyrir sér hvort það hafi spilað inn í hversu lengi Leó hafi starfað í Perú, með því starfi hafi hann gert sig að alþjóðlegum kandídat frekar en amerískum. Ekki lítill prins uppi í kastala Líkt og áður segir er talið að Leó muni halda áfram á stefnu Frans páfa, sérstaklega með því að einbeita sér að málefnum fátækra og umhverfismálum. „Biskup á ekki að vera lítill prins sem situr uppi í konungsríki sínu,“ sagði hann við vefsíðu Páfagarðs í fyrra. Hann studdi Frans jafnframt í þeirri baráttu að leyfa fráskildum og tvígiftum kaþólikkum að taka þátt í altarisgöngu, sem hefur verið mikið þrætuepli innan kirkjunnar. Frans þótti styðja vel við baráttu samkynhneigðra innan kirkjunnar þegar hann leyfði prestum að blessa samkynja pör. Leó studdi þá gjörð páfans, en þótti ekki gera það með afgerandi hætti. Donald Trump Bandaríkjaforseti var ekki lengi að óska nýjum páfa til hamingju með kjörið og sagði í færslu á Truth Social að hann hlakki til að hitta hann. Þess má geta að Leó hefur reglulega gagnrýnt Trump og ríkisstjórn hans. Á dögunum setti hann út á að bandarískur ríkisborgari hefði verið sendur í fangelsi til El Salvador. Og þá hefur hann deilt grein á samfélagsmiðlum þar sem JD Vance, varaforseti Trump, var gagnrýndur harðlega. Hvers vegna „Leó“? Páfar eru ekki skyldugir til að taka sér sérstakt páfanafn, en það hefur þó gerst án undantekninga síðustu 470 ár. Leó þrettándi var páfi frá 1878 til dauðadags 1903.Getty Gjarnan velja þeir sér nöfn forvera sinna í starfi, og var Frans páfi undantekning þar á. Með valinu á nafni þykir nýr páfi gefa til kynna í hvaða fótspor hann ætlar að feta. Robert Francis Prevost valdi nafnið Leó, sem er fimmta vinsælasta páfanafnið. Síðasti páfinn til að bera það nafn var Leó þrettándi, sem var páfi kaþólsku kirkjunnar frá 1878 til 1903. Hann þótti leiðandi afl í því að fá kirkjuna til að berjast fyrir ýmsum réttlætis- og jafnréttismálum.