Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. maí 2025 06:32 Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Vinnumarkaður Alþingi Verkalýðsdagurinn 17. júní Páskar Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun