Lífið

Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristín Péturs og Þorvar Bjarmi byrjuðu saman árið 2023.
Kristín Péturs og Þorvar Bjarmi byrjuðu saman árið 2023.

Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, og kærasti hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, eignuðust dreng þann 5. maí síðastliðinn. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram.

Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman. Kristín á fyrir soninn Storm sem er sex ára.

„05.05.25 kom engillinn okkar í heiminn,“ skrifaði parið við færsluna, þar sem má sjá mynd af nýjustu viðbótinni í fjölskylduna.

Kristín og Þorvar byrjuðu saman sumarið 2023 og virðist lífið leika við þau. Parið tilkynnti óléttuna í desember síðastliðnum á Instagram.

Fjölskyldan býr í fallegri íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur, í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.