Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2025 13:01 Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun