Viðskipti innlent

Bein út­sending: Loka­dagur Nýsköpunar­viku

Atli Ísleifsson skrifar
Halla Tómasdóttir er á meðal gesta á lökadegi Nýsköpunarvikunnar í Kolaportinu.
Halla Tómasdóttir er á meðal gesta á lökadegi Nýsköpunarvikunnar í Kolaportinu. Vísir/Vilhelm

Lokadagur Nýsköpunarviku, eða Iceland Innovation Week, fer fram í Kolaportinu í Reykjavík í dag.

Advania LIVE verður með beina útsendingu frá viðburðinum þar sem rætt verður við fyrirlesara og aðra gesti um nýsköpun á Íslandi. Á meðal gesta er Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.

Iceland Innovation Week er árleg nýsköpunarvika sem hefur það markmið að efla frumkvöðlastarfsemi og tækniframfarir á Íslandi.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan frá 9:30 til 11:30.

Iceland Innovation Week er vettvangur sem dregur að sér bæði innlenda og erlenda sérfræðinga og hefur þannig stuðlað að aukinni alþjóðlegri athygli á nýsköpunarumhverfi Íslands. Advania og NVIDIA eru saman á meðal aðalstyrktaraðila Iceland Innovation Week í ár.

Það er Sylvía Rut Sigfúsdóttir, samskiptastjóri Advania á Íslandi, sem stýrir útsendingunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×