Leggja meira í vopnaframleiðslu
Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer þar fram neyðarfundur leiðtoga þar sem ræða á auknar fjárveitingar til varnarmála og hergagnaframleiðslu í álfunni.