Ísland í dag - Hollywood leikkonan Aníta Briem er hamingjusamari á Íslandi

Hollywood leikkonan Aníta Briem er hamingjusöm á Íslandi. Aníta hefur verið að slá í gegn og fengið tilnefningar og verðlaun fyrir vinnu sína bæði sem leikkona og einnig handritshöfundur. En hún hefur undanfarin ár unnið bæði í Bretlandi og í Los Angeles. Nú er Aníta flutt heim til Íslands og hefur þegar unnið við flott verkefni hér heima bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Aníta og maður hennar Hafþór Waldorf búa í fallegri gamalli íbúð í Vesturbænum og þar endurhönnuðu þau bæði dúndur flott eldhús og baðherbergi. En nú er hún í barneignarfrí með dóttur þeirra Hafþórs Lúnu en fyrir á Aníta dótturina Míu. Þau Aníta og Hafþór eru einstaklega samrýmd og hanna og vinna mikið saman. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kíkti í Vesturbæinn til Anítu og Hafþórs.

3783
14:45

Vinsælt í flokknum Ísland í dag