Tískutal - Sæmundur og Gunnar Skírnir

Tvíburnarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur hafa alla tíð verið ótrúlega mikið í takt. Þeir skutust upp á stjörnuhimininn í raunveruleikaþáttunum Æði, hvetja hvorn annan áfram og eiga auðvelt með að vera þeir sjálfir. Sömuleiðis virðist álit annarra engin áhrif hafa á þá en báðir eru þeir með einstakan og áberandi stíl. Í þessum þætti af Tískutali fáum við að kíkja í fataskápana þeirra en þrátt fyrir að sækja innblástur í ólíkar áttir eru þeir duglegir að deila fötum. Þeir deila ýmsum skemmtilegum sögum á bak við flíkurnar, tala um hvernig fatastíllinn þeirra breyttist eftir að þeir þorðu að koma út úr skápnum, segja frá Æði ævintýrinu og margt fleira.

1627
11:34

Næst í spilun: Tískutal

Vinsælt í flokknum Tískutal