Ísland í dag - Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár
Fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir er engri lík. Hún setti sér það markmið að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár og missti aldrei úr dag. Þórdís hreyfir sig á ýmsan máta og enginn dagur eins. Og það eru margir sem hafa hrifist af krafti hennar og jákvæðni og eftir pósta á Instagram síðunni hennar Thordisv hafa margir hreinlega farið af stað og byrjað að hreyfa sig meira. Hún býr einnig til mjög flottar handgerðar dagbækur með markmiðasetningu og fleiru. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti þessa kjarnakonu.