Hetjur Valhallar - Þór í heljargreipum

Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Ævintýra- og hasarteiknimynd byggð á sögu Friðriks Erlingssonar í leikstjórn Óskars Jónassonar ásamt Toby Genkel og Gunnari Karlssyni. Teiknuð af Caoz.

Hinum unga Þór dreymir um frægð og frama á vígvellinum fjarri járnsmiðju móður sinnar. Sagan segir að hann sé sonur sjálfs Óðins, konungs guðanna og þess vegna trúa því allir að Óðinn muni vernda Þór og þorp hans fyrir jötnum og öðrum illum öflum. En á meðan Þór lætur sig dreyma um frægð og frama bruggar Hel drottning undirheimanna ráð gegn mönnum og guðum.

Á sama tíma fær Þór á ótrúlegan hátt upp í hendurnar kröftugasta vopn veraldar, hamarinn Mjölni. Þegar heimurinn er á heljarþröm þarf Þór að taka á honum stóra sínum og beisla krafta Mjölnis því örlög alls heimsins eru í þeirra höndum.

Þór verður heimsfrumsýnd á Íslandi 14. október og verður það viðamesta frumsýning Íslandssögunnar. Myndin verður sýnd á 11 stöðum og í 24 bíósölum um land allt!

17644
01:36

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir