
Fanndís með langþráð mörk í góðum sigri Blika á KR
Breiðablik vann 4-0 sigur á KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leiknum var flýtt vegna þátttöku Breiðabliksliðsins í Evrópukeppninni.
Breiðablik vann 4-0 sigur á KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leiknum var flýtt vegna þátttöku Breiðabliksliðsins í Evrópukeppninni.
Þór/KA minnkaði forskot Vals á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með 5-0 sigri á Grindavík á Akureyri í kvöld. Mateja Zver skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp það þriðja en hún var í gær kosin besti leikmaður fyrri umferðarinnar af þjálfurum í deildinni.
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og það voru skoruð alls 26 mörk í þessum leikjum. Valskonur eru komnar með sjö stiga forustu á toppnum eftir 7-2 sigur á Haukum en Fylkir og Stjarnan unnu flotta sigra í kvöld, Fylkir vann 5-3 sigur á Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu 6-0.
Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit í VISA-bikarkeppni kvenna. Í pottinum voru lið Vals, Þórs/KA, Stjörnunnar og ÍBV sem leikur í 1. deildinni.
Topplið Vals í Pepsi-deild kvenna þarf að spjara sig án tveggja sterkra leikmanna sem verða frá næstu vikurnar vegna meiðsla.
Nú fyrir hádegi var tilkynnt um val á bestu leikmönnum fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en það eru þjálfarar deildarinnar og Rúv sem standa að kjörinu.
Átta liða úrslit VISA-bikars kvenna fóru fram í kvöld. Valur, Stjarnan, Þór/KA og ÍBV tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
„Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfitt og þetta var mjög erfiður leikur, þetta eru hinsvegar mjög góð þrjú stig," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Valsstúlkna, eftir sigur þeirra í toppslag umferðarinnar þar sem Valur fór með 2-1 sigur á hólm gegn Breiðablik.
„Ég er afar stoltur af stelpunum mínum, þær gáfu allt í seinni hálfleikinn og með réttu hefðum við átt að fá stig út úr þessum leik," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Blikastúlkna, eftir 2-1 tap gegn Íslandsmeisturum Vals í sannkölluðum toppslag.
Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik.
Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, var í skýjunum eftir 4-0 burst liðsins gegn KR í kvöld. Leikið var á Akureyri en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Öllum fimm leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna er lokið. Valsstúlkur eru áfram á toppnum en Breiðablik fylgir fast á eftir.
Þór/KA vann auðveldan sigur á KR fyrir norðan í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lokatölur 4-0 fyrir Akureyrarstúlkur.
Valur er kominn í átta liða úrslit í VISA-bikar keppni kvenna eftir sigur á Breiðablik, 2-1, í stórleik sextán liða úrslitanna.
Breiðablik mætir liðum frá Frakklandi, Rúmeníu og Eistlandi í forkeppni meistaradeildar kvenna í fótbolta i byrjun ágúst.
Sara Björk Gunnarsdóttir var ánægð með 3-0 sigurinn gegn Króatíu þó mörg færi Íslands hafi farið í súginn. „Við hefðum átt að nýta færin okkar betur, bæði í þessum leik og leiknum um helgina," sagði Sara Björk.
„Við áttum að skora fleiri mörk, við óðum í færum," sagði Katrín Ómarsdóttir eftir 3-0 sigurinn á Króatíu.
„Ég er mjög ánægður með hvernig leikmenn leystu þetta verkefni af hendi,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, eftir sigurinn gegn Króatíu í kvöld.
Íslands- og bikarmeistarar Vals í kvennafótboltanum sýndu mátt sinn á Vodfone-vellinum í gær þegar Valskonur unnu 10-0 sigur á Aftureldingu í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna.
„Nákvæmlega ekki neitt hægt að segja eftir svona leik. Við vorum hreinlega bara ekki með hér í kvöld," sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hans lið steinlá 10-0 fyrir Val í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna.
Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur.
Eftir tvö jafntefli í röð sýndu Valskonur mátt sinn í 10-0 risasigri á Aftureldingu á Vodafone-vellinum í kvöld. Blikastúlkur komust aftur upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á botnliði FH.
Þór/KA vann í dag góðan 3-1 sigur á Stjörnunni á Akureyrarvelli í Pepsi-deild kvenna.
Hið unga lið KR gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á KR-vellinum í Pepsi-deild kvenna í gær. Valskonur hafa því aðeins náð í tvö af síðustu sex mögulegum stigum sínum en halda engu að síður þriggja stiga forskoti í deildinni.
Valur gerði jafntefli við KR í Vesturbænum í kvöld í Pepsi-deild kvenna. Valsstúlkur eru enn á toppi deildarinnar er fjórir leikir fóru fram í kvöld.
Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þar sem topplið Vals heimsækir KR. Karlalið Vals vann einmitt KR í Vesturbænum í gær.
Breiðablik og Valur mætast í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni kvenna en þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra.
Elva Friðjónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA þegar liðið vann 4-1 sigur á FH í fyrsta leik sjöttu umferðar Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA-liðið fór upp í annað sætið með þessum sigri en Blikar eiga leik inni á þriðjudaginn.
„Ég er virkilega ánægður með þessu þrjú stig sem við fengum hér í kvöld. Við mættum feikilega góðu liði og ég er mjög ánægður með framgang og vinnusemi stúlknanna.