
Stranger than Fiction - fjórar stjörnur
Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans.