Vinícius Júnior í stuði þegar Brassar svöruðu fyrir sig Eftir að hafa gert markalaust jafntefli í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni vann Brasilía öruggan sigur á Paragvæ í nótt, 4-1. Vinícius Júnior var í stuði í leiknum í Las Vegas og skoraði tvívegis. Fótbolti 29. júní 2024 09:31
Landsliðsþjálfarinn kenndi Weah um tap Bandaríkjanna: „Kjánaleg ákvörðun“ Bandaríska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap fyrir Panama, 2-1, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær. Rautt spjald sem Timothy Weah fékk snemma leiks reyndist dýrt fyrir Bandaríkjamenn. Fótbolti 28. júní 2024 09:30
Fyrsta markið kom loksins en Reggístrákarnir hans Heimis úr leik Möguleikar Jamaíku á að komast í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eru úr sögunni eftir tap fyrir Ekvador, 3-1, í öðrum leik liðsins í B-riðli keppninnar. Fótbolti 27. júní 2024 07:31
Dómari hneig niður í Suður-Ameríkukeppninni Aðstoðardómari í leik Perú og Kanada í Suður-Ameríkukeppninni í gær hneig niður og var borinn af velli. Gríðarlega heitt var í Kansas City á meðan leiknum stóð. Fótbolti 26. júní 2024 10:30
Messi harkaði af sér og Argentína vann nauman sigur Argentína vann Síle með minnsta mun, 0-1, í öðrum leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum í nótt. Fótbolti 26. júní 2024 09:59
Bitlausum Brössum mistókst að skora Brasilía gerði markalaust jafntefli við Kosta Ríka í fyrsta leik sínum í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í nótt. Brassar þóttu bitlausir í leiknum í Inglewood í Kaliforníu. Fótbolti 25. júní 2024 11:00
Núnez skoraði í úrúgvæskum sigri Darwin Núnez, framherji Liverpool, var á skotskónum þegar Úrúgvæ sigraði Panama, 3-1, í Suður-Ameríkukeppninni í nótt. Fótbolti 24. júní 2024 09:31
Tap hjá Heimi Hallgríms en fyrirliði Mexíkó fór grátandi af velli Mexíkó vann 1-0 sigur á lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka í nótt í fyrsta leik í liðanna í Suðurameríkukeppninni, Copa América. Fótbolti 23. júní 2024 09:00
Messi góður en Argentínumenn mjög ósáttir Argentínumenn byrja vel í Suðurameríkukeppninni en þeir unnu 2-0 sigur á Kanada í opnunarleiknum í nótt. Fótbolti 21. júní 2024 07:30
Segir Ronaldinho hafa beðið um miða á leiki Brasilíu Raphinha, leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins í fótbolta, skilur hvorki upp né niður í ummælum goðsagnarinnar Ronaldinho. Segir Raphinha landsliðsmanninn fyrrverandi hafa beðið um miða á leiki liðsins í Suður-Ameríkukeppninni. Fótbolti 16. júní 2024 14:00
Ronaldinho hættur að horfa á Brasilíu Brasilíska goðsögnin Ronaldinho segist hættur að horfa á brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu og sömu leiðis hættur að fagna þegar liðið sigrar. Fótbolti 16. júní 2024 08:01
Heimir Hallgríms þegar búinn að tryggja sambandinu 277 milljónir Suðurameríkukeppnin í fótbolta, Copa América, fer fram í sumar og við Íslendingar eigum þar flottan fulltrúa. Fótbolti 27. maí 2024 12:30
Bleik spjöld tekin í notkun á Copa América Copa América mun leyfa liðum að framkvæma eina auka skiptingu ef leikmaður fær heilahristing á meðan leik stendur. Dómari mun þá lyfta bleiku spjaldi á loft sem gefur til kynna að um aukaskiptingu sé að ræða en ekki eina af fimm leyfilegum skiptingum. Fótbolti 23. maí 2024 17:01
Casemiro komst ekki í Copa América-hóp Brassa Miðjumaðurinn Casemiro hefur ekki átt sjö dagana sæla með Manchester United og til að bæta gráu ofan á svart var hann ekki valinn í hóp Brasilíu fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. Fótbolti 10. maí 2024 22:09
Dæmdur fyrir aðstoð við morð en valinn í landslið Síle Hinn 29 ára gamli fótboltamaður Luciano Cabral gæti spilað á Copa América í sumar, á reynslulausn eftir að hafa verið dæmdur fyrir að aðstoða pabba sinn við morð. Fótbolti 8. maí 2024 16:30
Bielsa ætlar að velja áhugamann í landsliðshóp Úrúgvæ Knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann er í dag landsliðsþjálfari Úrúgvæ og heldur áfram að gera hlutina eftir eigin höfði. Stefnir Bielsa á að velja áhugamann í næsta landsliðshóp Úrúgvæ. Fótbolti 7. maí 2024 07:01
Neymar missir af Copa América Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar missir af Suður-Ameríkukeppninni á næsta ári vegna meiðsla. Fótbolti 20. desember 2023 16:30
Reggístrákarnir mæta Bandaríkjunum í undanúrslitum Rétt í þessu var dregið í undanúrslit CONCACAF Þjóðadeildarinnar eftir að 8-liða úrslit keppninnar kláruðust í gær. Heimir Hallgrímsson mun stýra Jamaíku gegn ríkjandi meisturum mótsins, Bandaríkjunum. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Panama og Mexíkó. Fótbolti 22. nóvember 2023 19:31
Heimir Hallgríms kom Jamaíku í undanúrslitin og inn á Copa America Jamaíska fótboltalandsliðið sló Kanada út í nótt í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og skrifaði um leið söguna á margvíslegan hátt. Fótbolti 22. nóvember 2023 06:26
Reggístrákarnir hans Heimis í brekku Kanada lagði Jamaíka 2-1 í fyrri leik þjóðanna í útsláttarkeppni Þjóðadeildar Norður- og Mið Ameríku. Sigurvegari einvígisins fer á Suður-Ameríkukeppnina (Copa América) næsta sumar. Fótbolti 18. nóvember 2023 17:50
Sýndu magnaða ræðu Messi fyrir úrslitaleikinn í Copa America Það styttist í það að heimsmeistarakeppnin hefjist í Katar og þar verða augu margra á Argentínumanninum Lionel Messi sem fær þar síðasta tækifærið til að kóróna feril sinn með heimsmeistaratitli. Fótbolti 3. nóvember 2022 09:01
Pia Sundhage fyrsta konan til að stýra liði til sigurs í Copa America Brasilía varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta eftir sigur á Kólumbíu í úrslitaleik keppninnar sem fór fram í Kólumbíu. Fótbolti 31. júlí 2022 12:32
Bað Messi um að fyrirgefa móður sinni Það er ekki öll vitleysan eins þegar kemur að þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveimur bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Þurfa þeir að höndla allskyns undarlega skilaboð en Messi fékk ein slík nýverið. Fótbolti 14. október 2021 07:00
Messi sendi 100 ára gömlum aðdáenda hjartnæma kveðju Hinn 100 ára gamli Don Hernan er einn almesti Lionel Messi aðdáandi sem fyrirfinnst. Hernan fékk hjartnæma kveðju frá landa sínum eftir að Argentína hrósaði sigri í Suður-Ameríkubikarnum. Fótbolti 16. júlí 2021 11:00
Di María nýtti tækifærið og steig út úr skugga Messi Ángel Di María skoraði markið sem tryggði Argentínu 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitum Suður-Ameríkubikarsins. Hann hefur nær alltaf leikið aukahlutverk í liðum sínum enda lítið annað hægt þegar Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar og Kylian Mbappé eru samherjar manns. Fótbolti 12. júlí 2021 14:31
Loksins vann Messi titil með Argentínu Argentína vann Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á Brasilíu í nótt. Er þetta fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu. Fótbolti 11. júlí 2021 10:09
Luis Díaz tryggði Kólumbíumönnum bronsið í uppbótartíma Það voru Kólumbíumenn sem að tryggðu sér bronsverðlaunin í Copa America í nótt þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur gegn Perú. Sigurmark leiksins kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma. Fótbolti 10. júlí 2021 10:31
Grínaðist með að fyrsti titillinn gæti kostað vinskapinn við Messi Vinirnir Neymar og Lionel Messi mætast á miðnætti annað kvöld, að íslenskum tíma, í leik sem endar með því að annar þessara stórstjarna verður Suður-Ameríkumeistari í fótbolta í fyrsta sinn á ferlinum. Fótbolti 9. júlí 2021 14:00
Messi hæddist að liðsfélaga Gylfa eftir klúður hans í vítakeppninni Það var mikil spenna í loftinu í vítaspyrnukeppni Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar og sjálfur Lionel Messi hikaði ekki við að strá salti í sár mótherja í vítakeppninni. Fótbolti 8. júlí 2021 09:30
Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. Fótbolti 7. júlí 2021 07:45
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti