Di María nýtti tækifærið og steig út úr skugga Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 14:31 Lionel Messi og Ángel Di María er vel til vina. EPA-EFE/Andre Coelho Ángel Di María skoraði markið sem tryggði Argentínu 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitum Suður-Ameríkubikarsins. Hann hefur nær alltaf leikið aukahlutverk í liðum sínum enda lítið annað hægt þegar Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar og Kylian Mbappé eru samherjar manns. Di Maria hefur áður skorað mikilvæg mörk en fá jafn mikilvæg og þessi. Loksins loksins tókst Argentínu – og Lionel Messi – að vinna stórmót. #CopaAmérica ¡EL MOMENTO TAN ESPERADO! Pitazo final y así lo gritó Lionel Messi Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/BacbLCghFU— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM árið 2014. Tvö ár þar á eftir fór liðið alla leið í úrslit Suður-Ameríkubikarsins en laut í bæði skiptin í gras fyrir Síle. Allt er hins vegar þegar þrennt er. Di María byrjaði báða leikina gegn Síle og nú var komið að skuldadögum. Loksins kom bikar í hús. Lionel Scaloni, þjálfari Argentínum, fær mikið hrós fyrir taktík og skipulag en gekk leikplan hans nær fullkomlega upp. Di María var stillt upp á hægri vængnum í 4-4-1-1 leikkerfi Argentínu. Átti hann að nýta sér svæðið sem Renan Lodi, vinstri bakvörður Brasilíu, skyldi eftir sig þegar hann brunaði upp völlinn. Í stað þess að elta Lodi þá beið Di María ofarlega á vellinum, tilbúinn að geysast af stað er Argentína ynni boltann. Hafði hann ógnað vörn Brasilíu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar áður en sigurmarkið leit dagsins ljós. Di Maria was the hero in #CopaAmerica2021 final after years sacrificing his game for Messi for #ARG, Ronaldo at #RMCF & Neymar at #PSG.@Zonal_Marking on Di Maria's performance, #BRA's front five & the crucial role of Argentina sub Tagliafico https://t.co/lE6F9UgRS2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 11, 2021 Í raun skipti það leikmenn Argentínu litlu máli hvort Lodi héldi stöðu eður ei, ávallt reyndu þeir að fara upp hægra megin. Á 22. mínútu kom markið sem reyndist sigurmark leiksins. Miðjumaðurinn Rodrigo De Paul fékk þá að rölta upp völlinn með boltann - einn og yfirgefinn. De Paul var líkt og Palli er hann var ein ní heiminum en enginn Brasilíumaður var í augsýn. Miðjumaðurinn sendi svo fínan bolta milli Lodi og Thiago Silva í vörn Brasilíu. Lodi virtist við það að ná til boltans en allt kom fyrir ekki, hann endaði við fæturnar á Di María. Vængmaðurinn tók vel við knettinum í fyrstu snertingu og lyfti honum svo yfir Ederson í marki Brasilíu í annarri snertingu. Setja má út á staðsetningu Ederson en markið var einkar snoturt. #CopaAmérica ¡TREMENDA DEFINICIÓN! Ángel Di María recibió el pase de Rodrigo De Paul y la tiró por arriba de Ederson para el 1-0 de @Argentina Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/OuFUmqipVA— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Brasilía lagfærði varnarleik sinn í kjölfarið og gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik. Di María var tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks er Argentína reyndi að hanga á 1-0 forystunni. Það gekk og leikmenn Argentínu fögnuðu vel og innilega í leikslok. Messi stal vissulega flestum fyrirsögnunum eftir leik en það þó með sanni segja að Di María hafi loks stigið út úr skugga landa síns. Hinn 33 ára gamli vængmaður kann þó ágætlega við sig í skugga stærri nafna. Hjá Real Madrid var hann liðsfélagi Cristiano Ronaldo og nú leikur hann með liði sem inniheldur Brasilíumanninn Neymar og ungstirnið Kylian Mbappé. Þegar kom að því að smíða leikplan til að landa sigri í Suður-Ameríkubikarnum ákvað Lionel Scaloni að treysta á hinn þaulreynda Di María og sterka liðsheild frekar en einstaklings gæði nafna síns Messi. Það borgaði sig svo sannarlega í þetta skiptið. Di María með bikarinn.EPA-EFE/Andre Coelho Fótbolti Copa América Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira
Di Maria hefur áður skorað mikilvæg mörk en fá jafn mikilvæg og þessi. Loksins loksins tókst Argentínu – og Lionel Messi – að vinna stórmót. #CopaAmérica ¡EL MOMENTO TAN ESPERADO! Pitazo final y así lo gritó Lionel Messi Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/BacbLCghFU— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM árið 2014. Tvö ár þar á eftir fór liðið alla leið í úrslit Suður-Ameríkubikarsins en laut í bæði skiptin í gras fyrir Síle. Allt er hins vegar þegar þrennt er. Di María byrjaði báða leikina gegn Síle og nú var komið að skuldadögum. Loksins kom bikar í hús. Lionel Scaloni, þjálfari Argentínum, fær mikið hrós fyrir taktík og skipulag en gekk leikplan hans nær fullkomlega upp. Di María var stillt upp á hægri vængnum í 4-4-1-1 leikkerfi Argentínu. Átti hann að nýta sér svæðið sem Renan Lodi, vinstri bakvörður Brasilíu, skyldi eftir sig þegar hann brunaði upp völlinn. Í stað þess að elta Lodi þá beið Di María ofarlega á vellinum, tilbúinn að geysast af stað er Argentína ynni boltann. Hafði hann ógnað vörn Brasilíu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar áður en sigurmarkið leit dagsins ljós. Di Maria was the hero in #CopaAmerica2021 final after years sacrificing his game for Messi for #ARG, Ronaldo at #RMCF & Neymar at #PSG.@Zonal_Marking on Di Maria's performance, #BRA's front five & the crucial role of Argentina sub Tagliafico https://t.co/lE6F9UgRS2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 11, 2021 Í raun skipti það leikmenn Argentínu litlu máli hvort Lodi héldi stöðu eður ei, ávallt reyndu þeir að fara upp hægra megin. Á 22. mínútu kom markið sem reyndist sigurmark leiksins. Miðjumaðurinn Rodrigo De Paul fékk þá að rölta upp völlinn með boltann - einn og yfirgefinn. De Paul var líkt og Palli er hann var ein ní heiminum en enginn Brasilíumaður var í augsýn. Miðjumaðurinn sendi svo fínan bolta milli Lodi og Thiago Silva í vörn Brasilíu. Lodi virtist við það að ná til boltans en allt kom fyrir ekki, hann endaði við fæturnar á Di María. Vængmaðurinn tók vel við knettinum í fyrstu snertingu og lyfti honum svo yfir Ederson í marki Brasilíu í annarri snertingu. Setja má út á staðsetningu Ederson en markið var einkar snoturt. #CopaAmérica ¡TREMENDA DEFINICIÓN! Ángel Di María recibió el pase de Rodrigo De Paul y la tiró por arriba de Ederson para el 1-0 de @Argentina Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/OuFUmqipVA— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Brasilía lagfærði varnarleik sinn í kjölfarið og gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik. Di María var tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks er Argentína reyndi að hanga á 1-0 forystunni. Það gekk og leikmenn Argentínu fögnuðu vel og innilega í leikslok. Messi stal vissulega flestum fyrirsögnunum eftir leik en það þó með sanni segja að Di María hafi loks stigið út úr skugga landa síns. Hinn 33 ára gamli vængmaður kann þó ágætlega við sig í skugga stærri nafna. Hjá Real Madrid var hann liðsfélagi Cristiano Ronaldo og nú leikur hann með liði sem inniheldur Brasilíumanninn Neymar og ungstirnið Kylian Mbappé. Þegar kom að því að smíða leikplan til að landa sigri í Suður-Ameríkubikarnum ákvað Lionel Scaloni að treysta á hinn þaulreynda Di María og sterka liðsheild frekar en einstaklings gæði nafna síns Messi. Það borgaði sig svo sannarlega í þetta skiptið. Di María með bikarinn.EPA-EFE/Andre Coelho
Fótbolti Copa América Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira