Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. Erlent 21. júlí 2019 11:41
Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. Erlent 20. júlí 2019 19:13
Trump gæti náð endurkjöri með lægra hlutfalli atkvæða en síðast Greining New York Times bendir til að Trump gæti náð endurkjöri jafnvel þó að hann fengi fimm prósentustigum færri atkvæði en mótframbjóðandinn á næsta ári. Erlent 20. júlí 2019 11:12
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. Erlent 19. júlí 2019 23:00
Hætta við að banna skordýraeitur sem er talið valda heilaskaða í börnum Umfangsmikil rannsókn bendir til þess að eitrið valdi heilaskaða í fóstrum og börnum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna telur ekki mark takandi á rannsókninni. Erlent 19. júlí 2019 14:34
Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. Erlent 19. júlí 2019 12:51
Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. Erlent 19. júlí 2019 08:27
Bandaríkjastjórn íhugar að hætta að taka við flóttamönnum Móttökum flóttamanna hefur þegar verið fækkað um þriðjung í ár. Erlent 19. júlí 2019 07:41
Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. Erlent 19. júlí 2019 06:00
„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Erlent 18. júlí 2019 22:04
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. Erlent 18. júlí 2019 07:32
Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Erlent 17. júlí 2019 18:42
Stuðningur við Trump eykst innan Repúblikanaflokksins Þessi aukning kemur í kjölfar umdeildra ummæla forsetans í garð fjögurra þingkvenna Demókrataflokksins. Erlent 17. júlí 2019 10:47
Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. Erlent 17. júlí 2019 08:03
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. Erlent 16. júlí 2019 23:15
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Erlent 15. júlí 2019 23:45
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. Erlent 15. júlí 2019 18:38
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. Erlent 15. júlí 2019 14:31
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. Erlent 15. júlí 2019 10:15
Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Mike Pence segir þær aðstæður sem boðið er upp á á landamærastöðvum vera alúðlegar. Erlent 14. júlí 2019 23:49
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. Erlent 14. júlí 2019 19:00
Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. Erlent 12. júlí 2019 23:04
Kimmel bauð fótboltastjörnum upp á fimm þúsund kjúklinganagga Stjörnur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, Megan Rapinoe og Alex Morgan, mættu í spjall til Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Lífið 12. júlí 2019 16:48
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. Erlent 12. júlí 2019 14:35
Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. Erlent 11. júlí 2019 20:39
Búa sig undir að handtaka þúsundir innflytjenda Innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna er sagt ætla að smala saman og handtaka að minnsta kosti tvö þúsund innflytjendur frá og með sunnudeginum. Erlent 11. júlí 2019 12:55
Máli vegna hótelumsvifa Trump vísað frá Dómarar töldu einstök ríki ekki hafa lögvarða hagsmuni af því að framfylgja stjórnarskrárákvæði sem bannar forseta að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Erlent 10. júlí 2019 17:59
Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir hann að sinna starfi sínu eftir lekann. Erlent 10. júlí 2019 13:25
Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. Erlent 9. júlí 2019 23:48
Stjórnarskrárbrot að blokka fólk á Twitter Donald Trump Bandaríkjaforseti mátti ekki útiloka fólk frá því að skoða Twitter-reikning hans. Erlent 9. júlí 2019 23:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent