Töfrar táningsins hjálpuðu Tyrklandi að leggja Georgíu Tyrkland byrjar EM karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi á 3-1 sigri á Georgíu. Sigurinn var mun naumari en lokatölur gefa til kynna. Síðarnefnda þjóðin er að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu. Fótbolti 18. júní 2024 17:55
Ráðlagt að reka rakarann eftir hárígræðslu Landon Donovan, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Everton og LA Galaxy, mætti með nýja hárgreiðslu er hann fjallaði um leik Frakklands og Austurríkis á EM í Þýskalandi. Fótbolti 18. júní 2024 16:01
Gagnrýndir fyrir Gullit gervið sitt Stuðningsmenn hollenska landsliðsins vöktu athygli í sjónvarpsútsendingu frá leik Hollands og Póllands á EM í fótbolta um helgina en margir hafa fordæmi gervi þeirra á samfélagsmiðlum. Fótbolti 18. júní 2024 12:00
Frammistaðan en ekki nafnið kom Ronaldo í EM-hópinn Cristiano Ronaldo hefur réttilega unnið sér sæti í portúgalska landsliðinu en hann hefur í kvöld leik á sínu sjötta Evrópumóti á ferlinum. Fótbolti 18. júní 2024 10:31
Sjáðu mörkin sem voru dæmd af Lukaku og sjálfsmarkið sem reddaði Frökkum Frakkar kláruðu sinn leik á Evrópumótinu í fótbolta í gær en ekki er hægt að segja það sama um nágranna þeirra í Belgíu. Fótbolti 18. júní 2024 08:02
Mbappé sleppur við aðgerð vegna nefbrotsins Stórstjarna Frakka endaði kvöldið á sjúkrahúsi eftir fyrsta leik franska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. Fótbolti 18. júní 2024 07:53
Mbappé nefbrotnaði líklega í naumum sigri Frakklands Frakkland byrjaði Evrópumót karla í fótbolta með naumum 1-0 sigri á Austurríki. Sigurinn var dýrkeyptur þar sem Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklands, nefbrotnaði að öllum líkindum undir lok leiks. Fótbolti 17. júní 2024 21:00
Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. Fótbolti 17. júní 2024 19:46
Einn óvæntasti sigur EM staðreynd Slóvakía vann heldur betur óvæntan 1-0 sigur á Belgíu í E-riðli Evrópumóts karla í fótbolta. Fyrr í dag vann Rúmenía 3-0 sigur á Úkraínu en fyrir fram voru Belgía og Úkraína talin líklegust til að komast upp úr riðlinum. Fótbolti 17. júní 2024 18:05
Sjáðu mörkin þegar Rúmenar léku sér að Íslandsbönunum Rúmenía vann 3-0 sigur á Úkraínu í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta og komu mörgum á óvart með frábærri frammistöðu. Fótbolti 17. júní 2024 16:29
Frábær mörk og óvæntur stórsigur Rúmena á Úkraínumönnum Rúmenar sýndu og sönnuðu í dag að það var engin tilviljun að þeir fóru taplausir í gegnum undankeppni EM. Rúmenar unnu 3-0 stórsigur á Úkraínu í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi. Fótbolti 17. júní 2024 14:55
Mbappé með ákall til kjósenda í Frakklandi Kylian Mbappé var pólitískur á blaðamannafundi franska landsliðsins fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Fótbolti 17. júní 2024 14:31
UEFA gerir allt til þess að rússneski fáninn sjáist ekki í dag Úkraínska landsliðið spilar í dag sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í fótbolta en liðið mætir þá Rúmeníu í fyrsta leik dagsins sem er jafnframt fyrsti leikurinn í E-riðli. Fótbolti 17. júní 2024 11:11
Bellingham talaði um sig í þriðju persónu eftir leik: Sjáðu sigurmarkið Jude Bellingham tryggði enska landsliðinu sigur á Serbíu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær. Hann hefur fengið vænan skammt af lofi eftir leikinn. Fótbolti 17. júní 2024 09:30
Bellingham skoraði eina markið í sigri Englands gegn Serbíu England vann fyrsta leik sinn á Evrópumótinu 1-0 gegn Serbíu. Jude Bellingham skoraði markið með skalla. Fótbolti 16. júní 2024 21:00
Ljóðræn endurkoma Eriksen en Slóvenar unnu sig til baka og sóttu stig Christian Eriksen átti ljóðræna endurkomu á Evrópumótið og skoraði mark Danmerkur í 1-1 jafntefli gegn Slóveníu. Fótbolti 16. júní 2024 18:00
Holland lenti undir en varamaðurinn Wout Weghorst kom til bjargar Pólland komst marki yfir gegn Hollandi en tapaði að endingu 2-1 eftir æsispennandi fyrsta leik í B-riðli Evrópumótsins. Fótbolti 16. júní 2024 15:00
Nú sé tækifæri til að vinna EM Harry Kane, stjörnuframherji og fyrirliði enska landsliðsins, segir að nú sé lag fyrir enska að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu. Liðið fór alla leið í úrslit á síðasta móti en mátti þola tap eftir vítaspyrnukeppni. Fótbolti 16. júní 2024 13:00
Ógnaði lögreglu með öxi stuttu frá stuðningsmannasvæði Hollendinga Maður vopnaður exi og íkveikjusprengju ógnaði öryggi lögregluþjóna í Hamburg í Þýskalandi þar sem leikur Hollands og Póllands fer fram á Evrópumótinu í fótbolta. Fótbolti 16. júní 2024 12:31
Neituðu launahækkun til að tryggja kvennalandsliðinu sömu laun Danska karlalandsliðið í knattspyrnu neitaði launahækkun frá danska knattspyrnusambandinu til að tryggja að kvennalandslið Danmerkur fengi sömu laun og þeir. Fótbolti 16. júní 2024 12:00
Segir England ekki eiga möguleika með Trent á miðjunni Miðvallarleikmaðurinn fyrrverandi Roy Keane segir England ekki eiga möguleika á að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu fari svo að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold byrji á miðjunni þegar mest á reynir. Fótbolti 16. júní 2024 11:16
Líkir Mbappé við Ninja-skjaldböku Marcus Thuram, framherji Ítalíumeistara Inter og franska landsliðsins, sló á létta strengi þegar blaðamaður mismælti sig og kallaði hann óvart Kylian og átti þar við Mbappé, nýjasta leikmann Real Madríd. Fótbolti 16. júní 2024 10:30
Utan vallar: Tuttugu ár frá besta EM allra tíma Eins og öll ykkar vita þá er allt betra þegar maður er krakki. Besta kvikmynd sem þú sást, besti sjónvarpsþáttur, besti matur eða bara hvað sem er. Það er allt og ég meina allt, betra í minningunni. Það er ástæðan fyrir því að EM 2004 er og verður alltaf besta Evrópumót karla í fótbolta frá upphafi. Fótbolti 16. júní 2024 09:01
Sjáðu fljótasta mark í sögu EM og endurkomu Ítalíu Albanía skoraði fljótasta mark í sögu EM en það dugði ekki til því Ítalía svaraði með tveimur mörkum og vann leik liðanna þegar þau mættust í B-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. Fótbolti 15. júní 2024 22:31
Ítalía kom til baka gegn Albaníu Ítalía hefur Evrópumót karla í knattspyrnu á 2-1 sigri á Albaníu eftir að lenda undir á fyrstu mínútu. Um var að ræða fljótasta mark í sögu EM. Fótbolti 15. júní 2024 21:10
Spánverjar skoruðu mörkin Spánn byrjar Evrópumót karla af krafti þökk sé þremur mörkum í fyrri hálfleik gegn Króatíu. Mörkin má sjá hér að neðan. Fótbolti 15. júní 2024 20:16
Yngstur í sögunni: Fagnaði áfanganum með stoðsendingu Lamine Yamal er yngsti leikmaður í sögu Evrópumóts karla í fótbolta. Hann byrjaði leik Spánar og Króatíu í B-riðli fyrr í dag. Gaf hann eina stoðsendingu í 3-0 sigri Spánverja. Fótbolti 15. júní 2024 19:30
Spánverjar kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Spánn byrjar Evrópumót karla í knattspyrnu á 3-0 sigri gegn Króatíu. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Það verður seint að lokatölurnar gefi fullkomlega rétt mynd af leiknum en að því er einfaldlega ekki spurt. Fótbolti 15. júní 2024 18:05
Sjáðu mörkin: Sviss byrjar af krafti Sviss byrjar Evrópumót karla í fótbolta svo sannarlega af krafti. Liðið vann sannfærandi 3-1 sigur á Ungverjalandi í A-riðli. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Fótbolti 15. júní 2024 17:30
Öruggur sigur Sviss í fyrsta leik Svisslendingar byrja Evrópumótið á öruggum sigri en Ungverjar voru afar líflausir framan af leik. Fótbolti 15. júní 2024 12:31