Yamal komst í fréttirnar á dögunum því hann tók heimanámið með sér þegar spænska liðið hóf undirbúning fyrir mótið. Námið virðist ekki hafa truflað Yamal mikið sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti í dag.
Hann var í byrjunarliði Spánar og varð um leið yngsti leikmaðurinn til að spila á EM karla. Er hann eini leikmaður sögunnar til að spila á mótinu áður en hann fagnar 17 ára afmæli sínu.
🌟#EURO2024 pic.twitter.com/0OWHH4N0oY
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 15, 2024
Yamal er aðeins 16 ára og 338 daga gamall. Til að mynda var Jude Bellingham 17 ára og 349 daga gamall þegar hann spilaði fyrir England á EM 2020 (sem fram fór 2021).
Hér að neðan má sjá fimm yngstu leikmenn í sögu Evrópumótsins.
- Lamine Yamal [Spánn] - 16 ára og 338 daga gamall [EM 2024]
- Kacper Kozlowski [Pólland] - 17 ára og 246 daga gamall [EM 2020]
- Jude Bellingham [England] - 17 ára og 349 days [EM 2020]
- Jetro Willems [Holland] - 18 ára og 71 dags gamall [EM 2012]
- Enzo Scifo [Belgía] - 18 ára og 115 daga gamall [EM 1984]