Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mateta líður vel þrátt fyrir tæk­lingu í and­litið

Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Há­kon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París

Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur Amorim bætt Man United?

Þegar Manchester United réð Rúben Amorim var ljóst að liðið var að horfa til framtíðar. Það var hins vegar eflaust búist við betri árangri en hann hefur náð til þessa. Stóra spurningin er hins vegar hvort Portúgalinn hafi bætt lið Rauðu djöflanna á einn eða annan hátt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sveinn Margeir mögu­lega ekkert með Víkingum í sumar

Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert kom við sögu í naumum sigri

Framherjinn Albert Guðmundsson kom við sögu í 1-0 sigri Fiorentina á Lecce í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu. Þórir Jóhann Helgason kom einnig inn af bekknum í liði gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Afar ó­vænt endur­koma Alberts gegn Þóri

Aðeins tólf dögum eftir að Albert Guðmundsson fór meiddur af velli, með brot í beini neðst í baki, er hann afar óvænt í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Lecce í kvöld, í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Gera grín að Jürgen Klopp

Jürgen Klopp var einu sinni stærsta hetjan í þýsku borginni Mainz en nú gera heimamenn bara grín að þessum fyrrum knattspyrnustjóra og leikmanni aðalfélags borgarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar skipta um gír

Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Íslenski boltinn