Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. Enski boltinn 1.3.2025 22:47
Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club. Fótbolti 1.3.2025 22:04
Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. Fótbolti 1.3.2025 17:31
Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? Júlíus Magnússon lék allan leikinn fyrir Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í lokaleik sínum í riðli 7 í sænsku bikarkeppninni í dag. Fótbolti 1. mars 2025 14:09
„Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Albert Guðmundsson sneri aftur á völlinn þegar Fiorentina sigraði Lecce, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Knattspyrnustjóri Fiorentina hrósaði honum í hástert eftir leikinn. Fótbolti 1. mars 2025 13:17
Auðun tekur við Þrótti Vogum Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Auðun Helgason, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Vogum sem leikur í 2. deild karla. Íslenski boltinn 1. mars 2025 12:02
Messi var óánægður hjá PSG Lionel Messi segir að hann hafi ekki notið áranna tveggja sem hann lék með Paris Saint-Germain. Fótbolti 1. mars 2025 10:32
„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið. Íslenski boltinn 1. mars 2025 09:32
Hefur Amorim bætt Man United? Þegar Manchester United réð Rúben Amorim var ljóst að liðið var að horfa til framtíðar. Það var hins vegar eflaust búist við betri árangri en hann hefur náð til þessa. Stóra spurningin er hins vegar hvort Portúgalinn hafi bætt lið Rauðu djöflanna á einn eða annan hátt. Enski boltinn 1. mars 2025 09:02
Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla. Íslenski boltinn 28. febrúar 2025 23:00
Asensio skaut Villa áfram Úrvalsdeildarlið Aston Villa er komið í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Cardiff City sem leikur í ensku B-deildinni. Enski boltinn 28. febrúar 2025 22:08
Albert kom við sögu í naumum sigri Framherjinn Albert Guðmundsson kom við sögu í 1-0 sigri Fiorentina á Lecce í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu. Þórir Jóhann Helgason kom einnig inn af bekknum í liði gestanna. Fótbolti 28. febrúar 2025 21:50
Bayern kom til baka gegn Stuttgart Bayern München vann 3-1 útisigur á Stuttgart eftir að lenda marki undir þegar liðin mættust í efstu deild þýska karlafótboltans. Fótbolti 28. febrúar 2025 21:35
Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilegt mark í 2-1 sigri Al Orubah á Al Nassr í efstu deild Sádi-Arabíu. Cristiano Ronaldo lék allan leikinn fyrir Al Nassr en komst ekki á blað. Fótbolti 28. febrúar 2025 21:00
Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Fortuna Düsseldorf varð af gríðarlega mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í efstu deild þýska fótboltans þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Greuther Fürth. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark heimaliðsins. Fótbolti 28. febrúar 2025 19:31
Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Hinn 32 ára gamli Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV og tekur slaginn með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar. Íslenski boltinn 28. febrúar 2025 18:00
Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United Wayne Mardle, lýsandi á Sky Sports, baðst afsökunar á að hafa ef til vill móðgað stuðningsmenn Manchester United vegna ummæla sem féllu í viðureign Lukes Littler og Stephens Bunting í úrvalsdeildinni í pílukasti. Enski boltinn 28. febrúar 2025 17:16
UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Lið Chelsea á árinu 2024 hefur verið útnefnt dýrasta knattspyrnulið sögunnar af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Enski boltinn 28. febrúar 2025 16:30
Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hinn tvítugi Alejandro Garnacho þurfi að greiða fyrir kvöldmáltíð handa öllum liðsfélögum sínum vegna þess hvernig hann lét á miðvikudagskvöld. Enski boltinn 28. febrúar 2025 14:29
Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Ummæli Jamies Carragher um Afríkukeppnina hafa mælst misvel fyrir. Meðal þeirra sem eru ósáttir við þau er Nígeríumaðurinn John Obi Mikel sem lék lengi með Chelsea. Enski boltinn 28. febrúar 2025 14:18
Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Aðeins tólf dögum eftir að Albert Guðmundsson fór meiddur af velli, með brot í beini neðst í baki, er hann afar óvænt í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Lecce í kvöld, í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Fótbolti 28. febrúar 2025 11:51
Daði Berg frá Víkingi til Vestra Vestri hefur fengið Daða Berg Jónsson á láni frá Víkingi. Hann er annar leikmaðurinn sem Vestri hefur fengið á jafn mörgum dögum. Íslenski boltinn 28. febrúar 2025 11:40
Gera grín að Jürgen Klopp Jürgen Klopp var einu sinni stærsta hetjan í þýsku borginni Mainz en nú gera heimamenn bara grín að þessum fyrrum knattspyrnustjóra og leikmanni aðalfélags borgarinnar. Fótbolti 28. febrúar 2025 09:32
Víkingar skipta um gír Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót. Íslenski boltinn 28. febrúar 2025 09:00
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Körfubolti