Geimurinn

Geimurinn

Fréttir af geimvísindum og geimferðum.

Fréttamynd

Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk

Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins.

Erlent
Fréttamynd

Ultima Thule minnir á snjókarl

Fyrstu myndirnar af Ultima Thule, frosna fyrirbærinu í 6,5 milljarða fjarlægð frá jörðu, hafa borist vísindamönnum NASA frá bandaríska geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Ultima Thule á nýársdag.

Erlent
Fréttamynd

New Horizons flaug framhjá Ultima Thule

Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins.

Erlent
Fréttamynd

Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu

Geimfarið mun hringsóla um smástirnið þar til það snertir yfirborðið og safnar sýnum árið 2020. Þremur árum síðar á það að skila sýnunum til jarðar.

Erlent