Vísindamenn NASA kveðja Opportunity Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 19:39 Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52
Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50