Vísindamenn NASA kveðja Opportunity Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 19:39 Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52
Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50