Höfundatal

Höfundatal

Viðtöl við höfunda um verk þeirra.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hefur smekk fyrir lé­legum B-myndum, braski og sorpi

Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima.

Lífið
Fréttamynd

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið
Fréttamynd

Sam­særis­kenningar eru ekki endi­lega rangar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Weaponizing Conspiracy Theories. Þar fjallar hann um það meðal annars hvernig samsæriskenningar vefja sig inn í orðræðu stjórnmálamanna.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar aldrei að flytja til Ís­lands aftur

Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir.

Menning
Fréttamynd

Stefnir á að skrifa glæpaleikrit

Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna.

Menning
Fréttamynd

Við­brögð múmínálfanna við heims­endi mikill inn­blástur

„Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga.

Menning
Fréttamynd

Setti ó­vart heilt bæjar­fé­lag inn í morðöldu

„Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu.

Menning
Fréttamynd

Nas­istarnir kitla alltaf

Fyrir ári kom Skúli Sigurðsson, þá óþekktur, með miklum látum inn í íslenska rithöfundastétt. Ný bók hans Stóri bróðir, sló rækilega í gegn og var Skúli sæmdur sjálfum Blóðdropanum 2023, íslensku glæpasagnaverðlaununum fyrir hana.

Menning
Fréttamynd

Flóð­gáttirnar opnast þegar loksins er rætt um á­föllin

Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land sem dótakassi fyrir spillingu

Ein af bókum þessa jólabókaflóðs kemur úr óvæntri átt. Þorvaldur Logason heimspekingur og félagsfræðingur var að senda frá sér bókina Eimreiðarelítan – spillingarsaga og það verður að segjast eins og er að maður er í hálfgerðu áfalli eftir lestur hennar. Þó var allt þetta kunnuglegt.

Menning
Fréttamynd

Vig­dís fallin og dottin í það

„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.

Menning
Fréttamynd

Full­orðið fólk á ekki að væla

Þeir sem eru fyrir harðsoðnar glæpasögur – trylla – eiga góða tíma í vændum því Stefán Máni var að senda frá sér eina af sínum allra bestu bókum. Hún heitir Borg hinna dauðu og fjallar um ævintýri Harðar Grímssonar, þess sérlundaða og sérstaka lögreglumanns.

Menning
Fréttamynd

Húsinu fylgdi geðveik kona

Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður.

Menning
Fréttamynd

Síðasti dagur Fréttablaðsins og Hringbrautar

Sigmundur Ernir Rúnarsson er skipstjórinn sem fór niður með skipi sínu þegar Helgi Magnússon eigandi fjölmiðlaveldisins Torgs ákvað að leggja niður Fréttablaðið og Hringbraut og tengda vefi. Og loka skrifstofunum á Hafnartorgi.

Menning
Fréttamynd

Nýtt líf Öldu Lóu

Alda Lóa Leifsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu heimildamynd: Togolísu. Hún er skilin við mann sinn sósíalistaleiðtogann Gunnar Smára Egilsson, hefur hafið djáknanám og er að taka saman efni í bók um hugvíkkandi efni.

Menning
Fréttamynd

Ian Anderson getur ekki mælt með heiðni við nokkurn mann

Þegar Vísir náði sambandi við Ian Anderson, forsprakka og prímusmótor hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Jethro Tull, benti hann þegar á í upphafi samtals að dagskrá hans væri þéttriðin, engra kynninga væri þörf. „Beint í fyrstu spurningu.“

Menning
Fréttamynd

Glæpamenn geta líka verið „woke“

Jón Atli Jónasson var að senda frá sér hörkukrimma sem heitir Brotin. Þetta er harðsoðin glæpasaga og ef að er gáð er umfjöllunarefnið ef til vill ekki svo ýkja fjarri þeim íslenska veruleika sem við blasir. Höfundurinn er í það minnsta á því að þetta sé raunsæi.

Menning