Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Þrúgandi þögn fyrir stóru á­kvörðun Krist­rúnar

Yfirleitt spyrst út þegar einhverjir eru á framboðsskóm og berast þá jafnan inn á ritstjórnargólf. En ekki hjá Samfylkingu nú um stundir. Þar halda menn spilum þétt að sér. Víst er að þar er við nokkurn vanda að etja þegar raða skal í efstu sæti í Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður.

Innlent
Fréttamynd

Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án sam­þykkis

Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar.

Innlent
Fréttamynd

Arna Lára leiðir lista Sam­fylkingar í Norð­vestur

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið

Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. 

Innlent
Fréttamynd

Hanna Katrín, Pawel og Grímur efst á lista Við­reisnar í Reykja­vík norður

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og varaborgarfulltrúi. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Guð­brandur leiðir Við­reisn í Suðurkjördæmi

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Forystukonan sem sögð er hafa grátið sig á þing

Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum og Íslandi í dag í kvöld. Hún segir eðlilega breytingar eiga sér stað á framboðslistum flokksins, þótt einn þingmanna hans hafi sagt sig úr flokknum vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ugla og Eldur mætast í Norð­vestur

Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega.

Innlent
Fréttamynd

Of­fram­boð af ríkis­starfs­mönnum

Alma Möller, Víðir Reynisson, Helgi Magnús Gunnarsson, Aðalsteinn Leifsson, Halla Hrund Logadóttir, Grímur Grímsson, Ragnar Þór Ingólfsson og svo mætti áfram telja. Allt á þetta fólk erindi að eigin mati. Beint úr þjónustu hins opinbera – eða því sem næst í tilviki Ragnars – og inn á þing.

Innherji
Fréttamynd

Dyggðaskreytingar og grænþvottur kapítal­ismans

Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Pallborð Vísis tók stikkprufu á hinu svokallaða „frægðarfólki“ sem er nú í framboði og þar var ýmislegt látið flakka sem í frásögur er færandi. Hér fóru greinilega ekki atvinnumenn í pólitík sem vöfðu mál sitt í margfaldan umbúðapappír.

Innlent
Fréttamynd

María Rut leiðir lista Við­reisnar í Norð­vestur

María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa lista Vinstri grænna í Suður­kjör­dæmi

Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja „epískt“ sam­fé­lag, minna væl og meiri já­kvæðni

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman.

Innlent
Fréttamynd

Alexandra af­þakkar þriðja sætið

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. 

Innlent
Fréttamynd

Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Innlent