Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Innlent 13. janúar 2024 13:01
Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Innlent 13. janúar 2024 12:10
Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Innlent 13. janúar 2024 12:08
Börn voru í hinum bílnum Lögregla á Suðurlandi rannsakar enn tildrög banaslyss sem varð á þjóðveginum við Skaftafell í gærmorgun. Börn eru á meðal þeirra sex sem flutt voru með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið. Innlent 13. janúar 2024 11:28
Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 13. janúar 2024 07:51
Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. Innlent 12. janúar 2024 19:14
Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Innlent 12. janúar 2024 16:13
Lést eftir hátt fall við Landspítalann Sjúklingur á Landspítalanum í Fossvogi lést við hátt fall út um glugga spítalans um eftir hádegið í dag. Ekki er grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 12. janúar 2024 16:13
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 12. janúar 2024 13:48
Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. Innlent 12. janúar 2024 12:15
Hált á vettvangi árekstursins Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús. Innlent 12. janúar 2024 12:07
Hefja leit á ný Leit að manninum, sem talið er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag, er hafin á ný. Leit var frestað í gærkvöldi vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu. Innlent 12. janúar 2024 10:09
Hlé gert á leitinni í Grindavík í nótt Á tólfta tímanum í gærkvöldi var gert hlé á leitinni að manninum sem féll í sprungu í Grindavík sökum aðstæðna á slysstað. Innlent 12. janúar 2024 06:51
Grunaðir um mörg skartgriparán í heimahúsum Margt bendir til þess að sami eða sömu þjófar hafi framið tíu innbrot í íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót að sögn lögreglu. Fólk saknar helst skartgripa og fjármuna eftir ránin. Innlent 11. janúar 2024 20:31
Hægur gangur í leitinni en rofar til Hjálmar Hallgrímsson, sem stýrir aðgerðum á vettvangi í Grindavík, segir að unnið sé hörðum höndum að því að greiða fyrir aðgengi í sprungunni, sem talið er að maður hafi fallið ofan í. Innlent 11. janúar 2024 15:30
Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. Innlent 11. janúar 2024 10:49
Hafi reynt að fela dóp í stað þess að bjarga lífi konunnar Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á síðasta ári, er talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. Innlent 10. janúar 2024 23:29
„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. Innlent 10. janúar 2024 19:06
Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Innlent 10. janúar 2024 18:01
Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. Innlent 10. janúar 2024 13:09
Játaði að hafa kveikt í Útgerðinni Maður hefur játað að hafa kveikt í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi skömmu fyrir áramót. Innlent 10. janúar 2024 12:46
Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. Innlent 10. janúar 2024 11:32
Tilkynnt um hvítt duft fyrir utan heimili í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og barst meðal annars tilkynning frá íbúa sem hafði fundið hvítt duft í smelluláspoka fyrir framan heimili sitt. Innlent 10. janúar 2024 06:25
Maður veittist að starfsmönnum verslunar í miðbænum Lögregla var kölluð til í nótt þegar maður veittist að starfsmönnum verslunar í miðbænum eftir miðnætti. Var honum vísað á brott eftir tiltal frá lögreglu. Innlent 9. janúar 2024 07:29
Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. Innlent 9. janúar 2024 07:00
Brennuvargurinn í Kópavogi gengur laus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári karlmanns sem kveikt í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi á laugardagskvöld. Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi við Vísi. Innlent 8. janúar 2024 11:48
Hellti bensíni yfir fjóra bíla í Kópavogi og kveikti í Lögregla leitar að manni sem kveikti í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi í nótt. Maðurinn náðist á öryggismyndavél hella úr bensínbrúsa yfir bíla og kveikja í þeim einum af öðrum. Innlent 7. janúar 2024 11:11
Sprakk í hendi tólf ára drengs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum. Innlent 7. janúar 2024 07:28
Rannsókn á meintum hótunum Páls skipstjóra blásin af Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur fellt niður kæru tveggja blaðamanna Heimildarinnar og útvarpsstjóra á hendur Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja fyrir hótun sumarið 2022. Blaðamennirnir lásu hótun út úr orðum Páls í tölvupósti til þeirra að hann þyrfti að grípa til annarra ráða til að stoppa þá. Innlent 6. janúar 2024 07:01
Velti bílnum með lögregluna á hælunum og reyndi að flýja Lögregla veitti ökumanni eftirför um fimmleytið í morgun. Maðurinn ók bílnum á vegrið og valt bíllinn nokkrar veltur í kjölfarið. Ökumaðurinn var handtekinn eftir misheppnaða flóttatilraun. Innlent 5. janúar 2024 20:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent