Félagið stórskuldugt og Jónatan rifti samningnum Jónatan Magnússon er hættur við að taka við þjálfun sænska handknattleiksfélagsins Skövde og hefur félagið, sem er í miklum fjárhagserfiðleikum, fundið nýjan þjálfara í hans stað. Handbolti 17. maí 2023 15:59
Aron Rafn varði 9 skot í röð og skoraði líka fleiri mörk en allt lið Aftureldingar Haukamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson bauð upp á magnaða frammistöðu í marki Hauka á úrslitastundu í oddaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 17. maí 2023 11:01
Logi Geirsson tekinn úr sambandi í beinni í gærkvöldi Logi Geirsson fékk að eiga lokaorðin í Seinni bylgjunni í gær og það er óhætt að segja að það hafi endað öðruvísi en búist var við. Handbolti 17. maí 2023 10:01
„Gamla góða Haukamaskínan er vöknuð“ Haukar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sex marka sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik. Handbolti 17. maí 2023 09:00
Allan Norðberg á leið í Val Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg er að öllum líkindum á leið til deildarmeistara Vals frá KA fyrir næsta tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 16. maí 2023 23:30
„Ég ætla að hætta þessu og það var erfitt fyrir mig að heyra síðasta flautið“ Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar, var niðurlútur eftir tap í oddaleik gegn Haukum 17-23. Einar Ingi Hrafnsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Sport 16. maí 2023 22:40
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 17-23 | Aron skellti í lás og Haukar fara í úrslit Haukar eru á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn ÍBV eftir sex marka sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 17-23. Aron Rafn Eðvarðsson fór gjörsamlega á kostum í seinni hálfleik og á stóran þátt í sigri Hauka. Handbolti 16. maí 2023 21:52
Gunnar þakklátur fyrir tapleik í fyrra: „Vöknuðum allir upp við vondan draum“ Eftir mikið vonbrigðatímabil í fyrra, þar sem Afturelding komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta, hefur nánast alveg sama lið landað bikarmeistaratitli í ár og getur með sigri í kvöld komist í úrslitaeinvígi um Íslandmeistaratitilinn. Handbolti 16. maí 2023 15:00
Gríðarleg eftirspurn í Mosó og þættirnir hjálpa til Mun færri komast að en vilja á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld þegar oddaleikur Aftureldingar og Hauka fer fram, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 16. maí 2023 13:30
Þorsteinn Leó skoraði bara eitt mark í fyrsta leik en er samt markahæstur Afturelding og Haukar spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Staðan er jöfn 2-2 en þrír af fjórum leikjunum hafa unnist með einu marki. Handbolti 16. maí 2023 12:30
Hegðun áhorfanda á borði HSÍ Stuðningsmaður Hauka sem fór yfir strikið á leiknum við Aftureldingu í Mosfellsbæ síðastliðið fimmtudagskvöld gæti átt yfir höfði sér refsingu. Liðin mætast á sama stað í oddaleik í kvöld. Handbolti 16. maí 2023 08:00
„Við eigum samt fullt inni“ Brynjar Vignir Sigurjónsson var óvænt í byrjunarliði Aftureldingar gegn Haukum í fjórða leik æsispennandi einvígis liðanna í Olís-deild karla í handbolta, og stóð sig með prýði í marki Mosfellinga. Handbolti 15. maí 2023 15:00
Þorgils til Svíþjóðar og fær sendingar frá Ólafi Línumaðurinn Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur ákveðið að fara frá Val út í atvinnumennsku og hefur hann samið til tveggja ára við sænska handknattleiksfélagið Karlskrona. Handbolti 15. maí 2023 14:00
Íslenska mamban með aðsetur í Mosfellsbænum Blær Hinriksson er með hugarfar Kobe Bryant að mati eins reyndasta leikmannsins í liði Aftureldingar og það hefur Blær sýnt og sannað með frábærri endurkomu sinni í úrslitakeppninni. Handbolti 15. maí 2023 10:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – Afturelding 30-31 | Mosfellingar tryggðu sér oddaleik Afturelding vann eins nauman sigur og hægt var á Haukum í fjórða leik undanúrslita Olís-deildar karla í handbolta. Það þýðir einfaldlega að veislan heldur áfram þar sem það er oddaleikur framundan. Handbolti 14. maí 2023 19:15
Gunnar: Eigum að njóta þess að fylgjast með öllum þessum framtíðar atvinnumönnum Afturelding vann eins marks sigur gegn Haukum á Ásvöllum 30-31. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigurinn. Handbolti 14. maí 2023 18:18
„Afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum“ Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál. Handbolti 14. maí 2023 12:04
Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega. Handbolti 13. maí 2023 23:00
Stór þáttur í að fá Aron heim en orðið „stutt í snörunni“ Í nýjasta þætti Handkastsins veltu menn fyrir sér stöðu Sigursteins Arndal, þjálfara karlaliðs FH, eftir fjórða titlalausa tímabil liðsins undir hans stjórn. Ljóst sé að liðinu sé ætlað að vinna titla á næstu árum, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar. Handbolti 12. maí 2023 15:35
Drógu rauða spjaldið til baka og segjast ekki hafa séð öll sjónarhorn Aftureldingarmenn hafa verið afar svekktir vegna umdeildra ákvarðana dómara eftir síðustu tvo leiki gegn Haukum, og kætast varla nú þegar dómararnir hafa viðurkennt afdrifarík mistök í gærkvöld. Handbolti 12. maí 2023 14:05
Döhler sýndi miklar tilfinningar í leikslok: „Algjör gullmoli“ Phil Döhler lék líklegast sinn síðasta leik fyrir FH í fyrrakvöld þegar liðið datt út úr undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Döhler hefur verið í FH frá árinu 2019 en er nú á leiðinni út. Handbolti 12. maí 2023 09:31
Sjáðu umdeilda dóminn sem Seinni bylgjan var svo ósátt við Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála umdeildum dómi sem átti stóran þátt í sigri Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbænum i gærkvöldi. Handbolti 12. maí 2023 08:31
„Mér finnst við geggjaðir og ég dýrka þessa gaura“ Haukar unnu eins marks sigur gegn Aftureldingu í undanúrslitum. Leikurinn fór í framlengingu og Haukar enduðu á að vinna 30-31. Haukar eru komnir í 2-1 forystu í einvíginu. Sport 11. maí 2023 22:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 30-31 | Haukar taka forystuna eftir sigur í framlengingu Haukar unnu ótrúlegan eins mark sigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-31 og Haukar eru því komnir með forystu í einvíginu. Handbolti 11. maí 2023 21:41
Leikmenn keyptu kokkahúfurnar og gabbið var vel æft Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum. Handbolti 11. maí 2023 14:30
Færri komast að en vilja á stórleik kvöldsins: „Þetta er lykilleikur“ Það er von á hörkuleik í kvöld þegar að Afturelding tekur á móti Haukum í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Olís deild karla. Staðan er jöfn í einvíginu fyrir leik kvöldsins og ljóst að færri munu komast að en vilja í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Handbolti 11. maí 2023 14:00
Sjáðu dýrkeypta hoppið: „Mjög sárt og ósanngjarnt“ Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik. Handbolti 11. maí 2023 12:00
„Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig“ Sigursteinn Arndal var skiljanlega afar svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir grátlegt tap FH gegn ÍBV nú í kvöld. Tapið þýðir að FH er úr leik í úrslitakeppninni og þarf að gera sumarfrí sér að góðu. ÍBV sópar sínu öðru einvígi í þessari úrslitakeppni og líta mjög vel út þessa stundina. Handbolti 10. maí 2023 22:21
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit Þriðji leikur í undanúrslita einvígi FH og ÍBV fór fram í kvöld í Kaplakrika. ÍBV vann í æsispennandi framlengdum leik eftir vægast sagt mikla dramatík. Lokatölur í Kaplakrika urðu 29-31 fyrir ÍBV sem með sigrinum kláruðu þetta einvígi 3-0 og tryggðu farseðilinn í úrslitaeinvígið þar sem þeir mæta annað hvort Haukum eða Aftureldingu. Handbolti 10. maí 2023 21:05
Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. Handbolti 10. maí 2023 15:01